Öll einvígin galopin

Valsmenn mæta Vllaznia í Albaníu.
Valsmenn mæta Vllaznia í Albaníu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Það er allt undir hjá karlaliðum Stjörnunnar, Vals og Breiðabliks í seinni leikjum liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Annaðhvort halda þau áfram í 2. umferð eða þátttöku þeirra í Evrópukeppni er lokið.

Stjörnumenn standa best að vígi en Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi í Belfast. Stjarnan vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 2:0. Emil Atlason virtist í fyrstu hafa skorað bæði mörk Stjörnunnar en seinna markinu var síðar breytt í sjálfsmark.

Fyrri leikurinn var mjög jafn en Stjörnumenn nýttu færin sín betur. Linfield fékk sannarlega sín færi og Chris Shields skaut m.a. í slá úr vítaspyrnu. Einvígið er hvergi nærri búið og þurfa Stjörnumenn að spila vel á útivelli til að fara áfram.

Það myndi kæta Garðbæinga mikið að fara áfram, þar sem gengið í deildinni hefur ekki verið gott undanfarnar vikur, en liðið hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur deildarleikjum.

Sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Paide Linnameeskond frá Eistlandi eða Bala Town frá Wales í næstu umferð. Eistneska liðið vann fyrri leikinn á útivelli, 2:1. Stjarnan ætti að eiga fína möguleika gegn báðum liðum og því mikið undir í norðurírsku höfuðborginni í kvöld.

Spáð 40 stiga hita og látum

Valur mætir albanska liðinu Vllaznia á útivelli. Lúkas Logi Heimisson jafnaði í 2:2 á níundu mínútu uppbótartímans í fyrri leiknum á Hlíðarenda og tryggði Valsmönnum jafntefli. Guðmundur Andri Tryggvason hafði komið Val yfir í fyrri hálfleik, áður en Vllaznia svaraði með tveimur mörkum.

Greinin í heild sinn er í Morgunblaði dagsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert