Ótrúlegur stórsigur Vals í Albaníu

Gylfi Þór Sigurðsson átti glæsilega stoðsendingu.
Gylfi Þór Sigurðsson átti glæsilega stoðsendingu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur tryggði sér sæti í 2. umferð Sambandsdeild karla í fótbolta með útisigri á Vllaznia frá Albaníu í Shkodër í kvöld, 4:0. Liðin skildu jöfn á Hlíðarenda fyrir viku, 2:2, og vann Valur því einvígið 6:2.

Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í 2. umferð.

Fyrri hálfleikur var draumi líkastur hjá Val, því staðan í leikhléi var 3:0.

Kristinn Freyr Sigurðsson gerði fyrsta markið á 13. mínútu er hann kláraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs eftir sendingu frá Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Guðmundur var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar er hann gerði annað markið með góðu skoti í teignum eftir sendingu frá Jónatan Inga Jónssyni.

Tveimur mínútum eftir það átti Esat Mala hættulegustu tilraun heimamanna í hálfleiknum er hann skaut í stöng með góðu skoti af 25 metra færi.

Það voru hins vegar Valsmenn sem skoruðu þriðja mark leiksins á 36. mínútu. Daninn Patrick Pedersen sá um það eftir hræðileg mistök í vörn albanska liðsins og Valsmenn með þriggja marka forskot í hálfleik.

Vllaznia var mikið með boltann framan af í seinni hálfleik en náði ekki að skapa sér neitt.

Það voru svo Valsmenn sem skoruðu næsta mark og komust í 4:0 á 67. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson átti þá magnaða sendingu inn fyrir vörn Vllaznia og varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson afgreiddi boltann í markið með stórkostlegri vippu og þar við sat. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Linfield 3:2 Stjarnan opna
90. mín. Chris Shields (Linfield) fær rautt spjald +3 Þvílík innkoma hjá Hauki. Fer afskaplega illa með varnarmenn Linfield og Shields brýtur á honum sem aftasti maður og er sendur í sturtu.
Breiðablik 3:1 Tikvesh opna
90. mín. Patrik Johannesen (Breiðablik) fær gult spjald

Leiklýsing

Vllaznia 0:4 Valur opna loka
90. mín. Lúkas Logi Heimisson (Valur) á skot sem er varið Eftir sprett frá Ólafi Flóka. Af 20 metra færi og nokkuð beint á Qarri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert