Yfirlýsing andstæðinga Vals – UEFA fylgist vel með

Það voru læti eftir fyrri leikinn.
Það voru læti eftir fyrri leikinn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur mætir albanska liðinu Vllaznia á útivelli í seinni leik liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda fyrir viku síðan, 2:2.

Mikil læti brutust út eftir að Lúkas Logi Heimisson jafnaði fyrir Val í uppbótartíma og létu stuðningsmenn Vllaznia illum látum, slógust við gæslufólk og köstuðu aðskotahlutum í dómara. Þá var stjórnarmönnum Vals hótað lífláti.

Valsmenn kvörtuðu yfir framkomunni til UEFA, sem fylgist vel með gangi mála í Shkodër, en félagið sendi stuðningsmönnum skilaboð í yfirlýsingu á Facebook í dag.

„Kæru stuðningsmenn. Við leikum seinni leikinn okkar við Val í Sambandsdeildinni í kvöld og er leikurinn á viðvörunarlista UEFA og verður framkvæmd hans því áskorun fyrir félagið.

Við viljum biðja ykkur að styðja við liðið eins og þið gerið best en á sama tíma að minna ykkur á að það er bannað að kasta flugeldum og öðrum aðskotahlutum inn á völlinn,“ segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert