Jafnt í baráttunni um annað sæti – ÍBV á skriði

Fram og ÍBV unnu bæði.
Fram og ÍBV unnu bæði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Afturelding og Grótta skildu jafnar, 1:1, í baráttunni um annað sætið í 1. deild kvenna í fótbolta í Mosfellsbæ í kvöld.

Ariela Lewis kom Aftureldingu yfir á 52. mínútu en Rebekka Sif Brynjarsdóttir jafnaði á 59. mínútu og þar við sat.

Afturelding er því enn í öðru sæti með 20 stig og Grótta í þriðja með 19. FHL er á toppnum með 25 stig og leik til góða.

HK er áfram í fjórða sæti eftir heimasigur á Grindavík, 1:0, í Kórnum. Hugrún Helgasdóttir skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð er liðið skellti ÍR, 3:0, í Vestmannaeyjum. Natalie Viggiano og Viktorija Zaicikova komust báðar á blað fyrir ÍBV eftir að Anna Bára Másdóttir skoraði sjálfsmark.

Þá vann Fram útisigur á Selfossi. Murielle Tiernan og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörkin í 2:0 sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert