Risastórt Evrópukvöld á Íslandi

Valsmenn slógu út Vllaznia frá Albaníu og mæta St. Mirren …
Valsmenn slógu út Vllaznia frá Albaníu og mæta St. Mirren frá Skotlandi í 2. umferð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslensku liðin fjögur sem leika í annarri umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, spila heimaleiki sína fimmtudagskvöldið 25. júlí og útileikina fimm til sjö dögum síðar.

UEFA hefur staðfest leikdaga og leiktíma í 2. umferðinni á heimasíðu sinni og ljóst er að íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa úr nægu að velja þetta fimmtudagskvöld en leikirnir eru þessir:

Klukkan 18.00 leikur Stjarnan við Paide frá Eistlandi í Garðabæ.

Klukkan 18.45 leikur Víkingur við Egnatia frá Albaníu á Víkingsvellinum.

Klukkan 18.45 leikur Valur við St. Mirren frá Skotlandi á Hlíðarenda.

Klukkan 19.15 leikur Breiðablik við Drita frá Kósóvó á Kópavogsvelli.

Útileikirnir fjórir fara hins vegar fram á þriðjudegi og fimmtudegi í vikunni á eftir. Breiðablik og Víkingur spila í Kósóvó og Albaníu þriðjudaginn 30. júlí en Stjarnan og Valur spila í Eistlandi og Skotlandi fimmtudagskvöldið 1. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert