Austfirðingarnir að stinga af

Emma Hawkins heldur áfram að skora fyrir FHL.
Emma Hawkins heldur áfram að skora fyrir FHL. mbl.is/Óttar Geirsson

FHL er að stinga af á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta en liðið er með 28 stig eftir 11 leiki, átta stigum á undan Aftureldingu sem er í öðru sæti.

Austfjarðaliðið vann sannfærandi 3:1 sigur á Akranesi gegn ÍA sem er með 15 stig í sjöunda sæti

Samantha Smith kom FHL yfir eftir hálftíma og Emma Hawkins bætti við öðru marki þeirra þremur mínútum síðar og staðan var 2:0 í hálfleik.

Samantha skoraði svo þriðja mark FHL í byrjun seinni hálfleiks áður en Erna Björt Elíasdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA á 56. mínútu.

Emma og Samantha eru markahæstar í deildinni en Emma er með 18 og Samntha 10 mörk. Markatala FHL er 40:18 en ekkert lið er nálægt því að skora jafn mörg mörk og liðið en HK hefur skorað næstflest mörk sem eru 24. FHL hefur ekki farið einn leik í sumar án þess að skora mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert