Besti varnarleikur í sumar en ekki frammi

Barátta í vítateig Vestra í Kórnum í dag.
Barátta í vítateig Vestra í Kórnum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

„Mér fannst þetta pirrandi en samt ekki pirrandi, sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, sem átti góðan leik í vörn Vestra gegn HK í dag eftir að liðin gerðu 1:1 jafntefli í fjörugum baráttuleik í Kórnum, þegar 15. umferð efstu deildar karla í fótbolta hófst.

„Ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í sumar út frá varnarleik en vorum smá hugmyndasnauðir fram á við en það er eitthvað sem við getum unnið í, höfum til næstu á æfingum.  Mér fannst við gera mögulega nóg  til að vinna leikinn og tökum stigið en hefði viljað öll þrjú.“

Eitt stig dugði Vestra til að komast af botni deildarinnar þar sem Fylkismenn eru nú en Vestri er nú með 12 stig, einu meira en Fylkir en tveimur minna en HK og KR þegar sjö leikir eru eftir í deildinni og varnarjaxlinn vill byggja á frammistöðu dagsins. „Mér finnst alveg fullt af leikjum eftir að mótinu en við þurfum fyrst og fremst að fara tengja saman frammistöður því frammistöður skila okkur helst einhverjum stigum en við getum byggt á frammistöðunni í dag og vonandi byggt á henni til að ná  í stig í næstu leikjum, bætti Eiður Aron við.  

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Atli Þór Jónasson eigast við.
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Atli Þór Jónasson eigast við. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert