Mikið á sig lagt fyrir eitt stig

Arnþór Ari Atlason úr HK og Eiður Aron Sigurbjörnsson úr …
Arnþór Ari Atlason úr HK og Eiður Aron Sigurbjörnsson úr Vestra í baráttu í Kórnum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Sitthvort stigið eftir 1:1 jafntefli hjá HK og Vestra er tæplega nóg þegar liðin við botninn mættust í Kórnum í dag er 15. umferð efstu deildar karla hófst því leikurinn var hraður og alveg ágætur og Vestramenn börðust vel. 

Liðin fengu þó eitthvað fyrir sinn snúð, HK að jafna KR að stigum og Vestra að komast af botninum á kostnað Fylkis. HK og KR eru með 14 stig, Vestri 12 og Fylkir 11 stig í fjórum neðstu sætunum.

Kópavogsbúar voru heldur meira með boltann og aðeins meira bit í sóknarleiknum.  Strax á 4. mínútu leit út fyrir að Birgir Breki Burknason ætlaði að láta að sér kveða þegar hann lék vörn Vestra grátt en fyrirgjöf hans úr teignum hægra megin fór aðeins of langt og varnarmenn Vestra brugðu á það ráð að sparka boltanum aftur fyrir.

Engu að síður átti Vestri fyrsta færið þegar Vladimir Tufegdzic með frábæra sendingu inn fyrir vörn HK og skotið gott hjá Serigne Fall, en Arnar Freyr markmaður HK kom vel út á móti og varði í horn.

Svo fékk HK fyrsta opna færið sitt á 13. mínútu en nú varð mark þegar George Nunn fékk boltann upp vinstri kantinn og gaf fasta sendingu þvert fyrir markið þar sem Atli Hrafn Andrason einn og óvaldaður á markteigslínu þrumaði í markið.  Staðan 1:0.

Leikurinn jafnaðist nokkuð en mönnum gekk ekki nógu vel að búa sér færi.

Á 33. brást svo vörn HK illilega svo að Benedikt Warén fékk boltann beint frá mótherja inn fyrir vörnina og rétt innan vítateigs fékk hann næði til að skjóta í hægra hornið. Vel afgreitt og staðan 1:1.

Jöfnunarmarkið kveikti í gestunum, sem gerðust mun ákveðnari í að bæta við og ákafin var mikill en heimamenn vissu líka að þeir yrðu að ná völdum, mættu ekki missa undirtökin til Vestra.

Síðari hálfleikurinn varð strax hraður og ef eitthvað er þá voru Vestra menn hraðari og ákveðnari. 

Vestramaðurinn Benedikt Warén átti ágætt skot hægra megin úr teignum á 59. mínútu, reyndi þá lengi að leika á varnarmann HK til að komast í skotfæri og náði svo skoti en aðeins framhjá hægri stönginni.

Næsta færi átti Silas Sangoni á 69. mínútu.  Tók þá aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið og skaut niður að vinstra horninu en Arnar Freyr markvörður HK var mættur þangað.

HK varð fyrir áfalli á 75. mínútu þegar Arnar markvörður fór meiddur af velli og Stefán Stefánsson kom í hans stað.

Á 82. mínútu fékk HK svo gott færi þegar vörn Vestra sofnaði aðeins á verðinum, boltinn hrökk inn í markteig á Birni Breka Burknason en hann var alveg við markmann Vestra og skaut í hann.

Í lokin og í 5 mínútna uppbótartíma ætluðu bæði lið að stela öllum stigunum og margar hraðar sóknir fóru í gang en það vantaði góðu færin.

Næstu leikir liðanna.  Laugardaginn 27. júlí fær Vestri FH í heimsókn og degi síðar fara HK-menn í Fossvoginn til að mæta Víkingum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þróttur R. 2:1 FH opna
90. mín. Leik lokið Risastór þrjú stig fyrir Þrótt í fallbaráttunni.
Stjarnan 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Ekki mjög sannfærandi sigur Blika sem halda fyrsta sætinu í deildinni.
KA 0:0 Víkingur R. opna
1. mín. Leikur hafinn KA byrjar og sækir upp í Hlíðarfjall.
Valur 0:0 Keflavík opna
1. mín. Leikur hafinn

Leiklýsing

HK 1:1 Vestri opna loka
90. mín. +5 í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert