Nýliðinn hetjan í Laugardalnum

Leah Pais skoraði fyrsta mark leiksins.
Leah Pais skoraði fyrsta mark leiksins. mbl.is/Óttar Geirsson

Þróttur hafði betur gegn FH, 2:1, í Bestu deild kvenna í fótbolta í Laugardalnum í dag. Með sigrinum fjarlægðist Þróttur neðstu sætin. Liðið er nú með 13 stig í sjöunda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. FH er áfram í fimmta sæti með 19 stig.

Þróttarar byrjuðu betur og voru búnir að skapa sér nokkur færi þegar Leah Pais skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu. Hún fékk þá boltann í teignum eftir horn og skilaði honum í hornið nær.

FH-ingar voru sterkari næstu mínútur og það skilaði sér í jöfnunarmarki á 28. mínútu. Það gerði Elísa Lana Sigurjónsdóttir eftir langa sendingu fram frá Höllu Helgadóttur. Elísa tók vel á móti boltanum í teignum og skilaði honum af öryggi í netið.

Þróttarar voru líklegri til að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiknum og fékk markaskorarinn Pais þrjú skot, eitt þeirra mjög hættulegt sem Aldís Guðlaugsdóttir í marki FH varði vel.

Sigríður Th. Guðmundsdóttir og Caroline Murray fengu einnig færi en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, staðan 1:1 í leikhléi.

Rétt eins og fyrri hálfleikurinn var seinni hálfleikurinn kaflaskiptur. Þróttarar byrjuðu betur og voru nær því að komast yfir framan af. Sæunn Björnsdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og markaskorarinn Pais voru allar líklegar en Aldís var vel á verði í markinu.

Þegar leið á hálfleikinn urðu FH-ingar sterkari og Breukelen Woodard átti stórhættulegt skot í innanverða stöngina á 62. mínútu. Staðan var hins vegar enn jöfn þegar tíu mínútur.

Það dró til tíðinda á 82. mínútu þegar Sigríður átti fyrirgjöf frá hægri og Melissa Garcia skallaði í netið og skoraði í sínum fyrsta leik með Þrótti. Reyndist það sigurmarkið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

HK 1:1 Vestri opna
90. mín. Elvar Baldvinsson (Vestri) fær gult spjald +3.
Stjarnan 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Ekki mjög sannfærandi sigur Blika sem halda fyrsta sætinu í deildinni.
KA 0:0 Víkingur R. opna
45. mín. Sveinn Margeir Hauksson (KA) fær gult spjald Nartaði í hælana á Oliver, sem var að bruna í gegnum miðjuna.
Valur 1:1 Keflavík opna
45. mín. Hálfleikur Liðin fara jöfn til búningsklefa.

Leiklýsing

Þróttur R. 2:1 FH opna loka
90. mín. Caroline Murray (Þróttur R.) á skot framhjá Vinnur boltann á góðum stað og er snögg að láta vaða en rétt framhjá fjærstönginni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert