Sjálfsmark Keflavíkur á ögurstundu

Katie Cousins og Anita Lind Daníelsdóttir á Hlíðarenda í ag.
Katie Cousins og Anita Lind Daníelsdóttir á Hlíðarenda í ag. mbl.is/Ólafur Árdal

Valur vann dramatískan sigur á Keflavík, 2:1, í 13. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda í dag.

Valur jafnar Breiðablik að stigum, blæði með 36, en liðið er í öðru sæti vegna markatölu.

Valskonur voru sterkar í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fullt af færum. Ísabella Sara Tryggvadóttir var sérlega lífleg en klúðraði góðu færi snemma leiks.

Anita Lind Daníelsdóttir kom Keflavík óvænt yfir á 20. mínútu leiksins. Þá fékk hún boltann frá Melanie Forbes og skaut að markinu. Boltinn tók mikla stefnubreytingu við viðkomu Hailey Whitaker, varnarmanni Vals, og þaðan fór hann yfir Fanneyju Ingu Birkisdóttur og í netið. 

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Val á 28. mínútu leiksins þegar hún potaði boltanum inn eftir darrðardans í teignum eftir hornspyrnu, 1:1.

Valskonur fengu endalaust af dauðafærum í seinni hálfleik og voru nöfnurnar Berglind Rós Ágústsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir mest í þeim. 

Sigurmark Valsliðsins kom þó undir blálok leiks og það var sjálfsmark. 

Valur mætir Tindastóli á Sauðárkróki í næstu umferð. Þá fær Keflavík Þór/KA í heimsókn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

HK 1:1 Vestri opna
90. mín. Elvar Baldvinsson (Vestri) fær gult spjald +3.
Þróttur R. 2:1 FH opna
90. mín. Leik lokið Risastór þrjú stig fyrir Þrótt í fallbaráttunni.
Stjarnan 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið Ekki mjög sannfærandi sigur Blika sem halda fyrsta sætinu í deildinni.
KA 1:0 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið Öflugur sigur hjá KA og liðið fer upp um eitt sæti. Liðið er nú stigi frá Fram, sem er í sjötta sætinu.

Leiklýsing

Valur 1:1 Keflavík opna loka
90. mín. Valur VAR 2:1 - Ja hérna hér! Svakalegt sjálfsmark. Þórdís sendir boltann út í teigin þar sem að Anita Bergrán setur hann í eigin teig. Einstaklega óheppilegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert