Viljum skapa sigurmenningu

Kristrún Ýr Hólm með boltann í leiknum. Ísabella Sara Tryggvadóttir …
Kristrún Ýr Hólm með boltann í leiknum. Ísabella Sara Tryggvadóttir eltir. mbl.is/Ólafur Brink

Jonathan Glenn var að vonum svekktur þegar að mbl.is talaði við hann eftir tap sinna kvenna í Keflavík fyrir Val, 2:1, í 13. umferð Bestu deildar kvenna á Hlíðarenda í dag. 

Keflavík er í níunda sæti deildarinnar með níu stig en liðið tapaði á sjálfsmarki undir lok leiks í dag.

Verður það meira svekkjandi en þetta?

„Vissulega ekki, en ég er aðallega bara stoltur af liðinu. Hvernig stelpurnar komu út og spiluðu var frábært, þær leystu leikinn mjög vel. 

En eftir allt saman að fá á sig mark svona seint er svekkjandi. 

Við vörðumst mjög vel og þær fengu lítið pláss til að athafna sig. Svo fengum við tvö mjög góð færi í skyndisóknum, sem var planið. 

Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Valskonur eru bara svo seigar. Þær kunna að vinna og eru með reynslu. Þannig viljum við verða. Að skapa sigurmenningu innan félagsins. 

Það er erfitt en býður upp á tækifæri fyrir ungu leikmennina til að sýna sig. Við vorum með mjög ungt lið í dag sem steig upp. 

Við erum mjög spennt fyrir næsta leik,“ sagði Glenn en Keflavík mætir Þór/KA á heimavelli í næsta leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert