Blikar unnu sex marka leik gegn KR

Blikar fagna marki í kvöld.
Blikar fagna marki í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Breiðablik hafði betur gegn KR, 4:2, í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. 

Blikar eru með 30 stig í öðru sæti en KR er í níunda sæti með 14 stig. 

Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki yfir á 22. mínútu leiksins. Þá fékk Aron Bjarnason sendingu inn fyrir frá Andra Rafni Yeoman. 

Aron tók á móti honum og var í vænlegri stöðu. Guy Smit markvörður KR hljóp út í boltann en hann og Axel Óskar Andrésson þvældust hvor fyrir öðrum og Aron kom boltanum á Kristinn sem skoraði í opið markið. 

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikaliðinu í 2:0 á 38. mínútu. Þá lék Kristófer Ingi Kristinsson á varnarmenn KR, gaf hann fyrir og af varnarmanni barst hann til Viktors Karls Einarsson sem gaf hann á Höskuld sem plataði alla KR-inga og smellti honum í nær. 

Varamaðurinn Benjamin Stokke sem kom inn á fyrir meiddan Alexander Helga Sigurðarson kom Breiðabliki í 3:0 á 42. mínútu. Þá stangaði hann fyrirgjöf Arons í netið. 

Mínútu síðar minnkaði Luke Rae muninn fyrir KR-inga. Þá missti Viktor Örn Margeirsson boltann yfir sig og Luke Rae smellti honum í netið, 3:1. 

Blikar voru ekki lengi að þrefalda forystu sína á nýjan leik því á annarri mínútu seinni hálfleiksins skoraði Benjamin Stokke sitt annað mark. Þá stangaði hann hornspyrnu Höskulds í netið, 4:1. 

Luke Rae var aftur á ferðinni fyrir KR á 70. mínútu þegar að hann skoraði eftir sendingu frá Eyþóri Aroni Wöhler. 

Breiðablik mætir FC Drita frá Kósovó í næsta leik sínum í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar næsta fimmtudag. KR fær KA í heimsókn í Vesturbæinn mánudaginn 29. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fylkir 4:1 Tindastóll opna
90. mín. Leik lokið Langþráður sigur Fylkis og aldeilis mikilvægur í fallbaráttunni.
Stjarnan 2:0 Fylkir opna
90. mín. Leik lokið

Leiklýsing

Breiðablik 4:2 KR opna loka
90. mín. Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert