Gerir mikið fyrir sjálfstraustið

Benjamin Stokke knúsar Viktor Örn Margeirsson.
Benjamin Stokke knúsar Viktor Örn Margeirsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Með sigrinum komst Breiðablik í annað sætið og er nú þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings.

Benjamin Stokke skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik.

„Þetta er besta tilfinningin, að skora og ná í þrjú stig. Það verður ekki betra. 

Tvær frábærar fyrirgjafir og ég var á réttum stað á réttum tíma. Það var frábært að sjá boltann fara loksins í netið. 

Nú hef ég ekki spilað í nokkrum leikjum í röð þannig það var gott að fá að spila, skora tvö mörk. Slíkt gerir mikið fyrir sjálfstraustið. 

Það hjálpar líka liðinu að vita af mér inn í teignum og gefur okkur aðrar leiðir til að spila.“

Er að njóta vel 

Benjamin Stokke gekk til liðs við Breiðablik frá Kristiansund í Noregi fyrir tímabilið. Hann

„Þessa stundina er mjög skemmtilegt að spila á Íslandi. Núna er sumar og fínt hitastig úti. Þetta er nýr staður fyrir mér og nýtt lið þannig það tók sinn tíma að koma sér inn í hlutina. 

Nú gengur mér hins vegar vel á æfingum og kann vel við alla. Ég er að njóta hér og vonandi höldum við áfram að spila vel. 

Að fá að spila Evrópuleiki er líka frábært. Við viljum komast í næstu umferð þannig við verðum að vera orkumiklir og spila sem lið til að vinna það,“ bætti Benjamin Stokke við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert