Þolinmæði Garðbæinga skilaði sér rækilega

Helgi Fróði Ingason úr Stjörnunni með boltann í kvöld.
Helgi Fróði Ingason úr Stjörnunni með boltann í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Þolinmæði þrautir vinnur flestar og sú varð raunin í Garðabænum í kvöld þegar leikið var í 15. Umferð efstu deildar karla í fótbolta.  Þrátt fyrir góða baráttu Fylkis tókst Stjörnunni með góðum endasprett að skora tvö mörk undir lok leiksins og sigra 2:0.  Fyrir vikið færast Garðbæingar upp úr 8. sæti í það sjöunda en hlutskipti Fylkis er enn að vera á botni deildarinnar.

Garðbæingar sóttu af meiri krafti en fundu ekki glufur í vörn Fylkismanna, sem áttu fyrsta færið þegar Matthias Præst fékk sendingu inn að markteig Garðbæinga en hitti illa boltann, sem rann til Árna Snæ Ólafssonar markvarðar Stjörnunnar.

Stjörnumenn héldu sínu striki, sóttu og fengu hornspyrnur.  Á 9. mínútu fékk Guðmundur Kristjánsson færi eftir svakalega þvögu í vítateig Fylkis eftir horn en læddi boltanum framhjá stönginni.

Á 12. mínútu slapp Helgi Fróði Ingason í gegnum vörn Fylkis, tók á sprett en var eltur uppi og náði skoti sem var ekki gott en rann þó framhjá vinstri stönginni.

Eftir það varð minna um færi því Árbæingar voru búnir að standa af sér sóknarþunga Garðbæinga í byrjun.  Stundum er pressa á heimaliðinu að skora sem fyrst en það er líka oft gott að skora snemma.

Á 36. mínútu þegar boltinn barst frá hægri kanti þvert inní vítateig þar sem Árbæingurinn Guðmundur Tyrfingsson fékk næði til að leggja boltann fyrir og skjóta en Árni Snær markmaður var kominn út, breiddi úr sér og varði.  Besta færið í leiknum fyrir hlé.

Á 40. mínútu fékk Stjarnan aukaspyrnu við endalínu á vítateigslínunni hægra megin.  Sending fyrir og rétt utan við markteigshornið vinstra megin stökk Heiðar Ægisson upp og skallaði rétt framhjá stönginni.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Róbert Frosti Þorkelsson síðasta skotið þegar hann komst inn í vítateig hægra megin og skaut í átt að vinstra horninu en Ólafur markmaður Fylkis fleygði sér og varði.

Framan af síðari hálfleiks var mest um pústra og heiðarlegar tilraunir til að byggja upp sóknir en það skilaði samt engum dauðafærum þrátt fyrir marga góða fyrri parta.  Frekar var að sóknarþungi Stjörnunnar væri meiri og varnarlína Fylkis færðist aftar.

Á 70. mínútu fékk Stjarnan líklega besta færið sitt þegar Örvar Eggertsson átti frábæra þversendingu frá hægri kanti fyrir markið á Emil Atlason, sem kom inná nokkrum mínútum fyrr.  Emil af öllum mönnum náði til boltans en ekki stýra honum í markið.

Loks gekk upp sókn.  Þá tók Hilmar Árni horn frá vinstri á 80. Mínútu og Emil Atlason stökk upp við vinstra markteigshornið, skallaði í slá og inn.  Glæsilegt.  Staðan 1:0.

Svo gekk upp næsta sókn.  Þegar vörn Fylkis var búin að færa sig framar, fékk Helgi Fróði sendingu upp völlinn og rakti boltann inní vítateig þar sem hann lyfti honum laglega yfir markmann Fylkis.  Staðan 2:0.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fylkir 4:1 Tindastóll opna
90. mín. Leik lokið Langþráður sigur Fylkis og aldeilis mikilvægur í fallbaráttunni.
Breiðablik 4:2 KR opna
90. mín. Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald

Leiklýsing

Stjarnan 2:0 Fylkir opna loka
90. mín. Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert