13. umferð: Gígja og Ída með áfanga - Anna upp fyrir Hörpu

Gígja Valgerður Harðardóttir í leik gegn Þór/KA, liðinu sem hún …
Gígja Valgerður Harðardóttir í leik gegn Þór/KA, liðinu sem hún hefur mest leikið með á ferlinum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Gígja Valgerður Harðardóttir, varnarmaðurinn reyndi hjá Víkingi, náði stórum áfanga þegar lið hennar vann góðan útisigur á Þór/KA, 2:0, í fyrsta leik 13. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta á föstudagskvöldið.

Gígja lék sinn 150. leik í efstu deild en hún á samtals að baki 247 leiki í tveimur efstu deildunum og er því skammt frá öðrum stórum áfanga á ferlinum. Gígja er 33 ára og hefur leikið í 18 ár í meistaraflokki með Völsungi, Þór/KA, Val, HK/Víkingi, HK, KR og nú Víkingi. Leikirnir í efstu deild eru 87 fyrir Þór/KA, 35 fyrir HK/Víking, 16 fyrir Val og svo 12 með Víkingi á þessu tímabili.

Ída Marín Hermannsdóttir úr FH lék sinn 100. deildaleik á ferlinum þegar Hafnarfjarðarliðið tapaði 2:1 fyrir Þrótti. Þar af eru 85 í efstu deild og 15 í 1. deild en Ída kom til FH frá Val fyrir þetta tímabil og lék með Fylki fyrstu árin í meistaraflokki.

Ída Marín Hermannsdóttir er komin með 100 deildaleiki á ferlinum …
Ída Marín Hermannsdóttir er komin með 100 deildaleiki á ferlinum og þar af eru 68 fyrir Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er orðin þriðja leikjahæst hjá Garðabæjarliðinu í efstu deild. Hún lék sinn 206. leik fyrir liðið í deildinni þegar það tapaði 1:0 fyrir Breiðabliki og fór upp fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (218) og Auður Skúladóttir (211) eru nú fyrir ofan Önnu en Stjarnan er eina félagið sem á fjóra leikmenn sem hafa náð 200 leikjum fyrir það í efstu deild.

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, í 24. leiknum, þegar hún tryggði Breiðabliki sigur á Stjörnunni.

Kolfinna Baldursdóttir skoraði sitt fyrsta mark í deildinni, í 12. leiknum, þegar hún innsiglaði sigur Fylkis á Tindastóli, 4:1.

Úrslit­in í 13. um­ferð:
Þór/​KA - Vík­ing­ur R. 0:2
Stjarn­an - Breiðablik 0:1
Þrótt­ur R. - FH 2:1
Val­ur - Kefla­vík 2:1
Fylk­ir - Tinda­stóll 4:1

Marka­hæst­ar:
15 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val

6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
5 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Val
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH

Næstu leik­ir:
24.7. FH - Stjarnan
24.7. Tindastóll - Valur
24.7. Keflavík - Þór/KA
26.7. Víkingur R. - Þróttur
26.7. Breiðablik - Fylkir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert