Evrópubarátta í Kaplakrika

Logi Hrafn Róbertsson og Marko Vardic í leik ÍA og …
Logi Hrafn Róbertsson og Marko Vardic í leik ÍA og FH á Akranesi í vor. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

FH og ÍA mætast í sannkölluðum Evrópubaráttuleik í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld klukkan 19.15.

Liðin eru í fjórða og  fimmta  sæti deildarinnar og miklar líkur eru á að fjórða sætið muni gefa keppnisrétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar næsta sumar.

FH er með 24 stig í fjórða sætinu en ÍA er með 23 stig í fimmta sæti. FH hafði betur þegar liðin mættust á Akranesi í vor, 2:1, en þá var leikið í Akraneshöllinni. Kjartan Kári Halldórsson og Logi Hrafn Róbertsson skoruðu fyrir FH en Viktor Jónsson fyrir ÍA.

Fimmtándu umferð lýkur þó ekki í kvöld eins og til stóð því leik Fram og Vals var frestað um óákveðinn tíma vegna tafa á heimferð Valsmanna frá Albaníu um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert