Frá Metz í Skagafjörðinn

Tindastólskonur hafa fengið liðsauka.
Tindastólskonur hafa fengið liðsauka. mbl.is/Ólafur Árdal

Elise Morris, bandarísk knattspyrnukona, er gengin til liðs við Bestudeildarlið Tindastóls frá Metz í Frakklandi.

Elise er 24 ára varnarmaður sem spilaði með Metz í frönsku B-deildinni seinni hluta síðasta vetrar en þangað kom hún eftir að hafa leikið með Amazon Grimstad í norsku C-deildinni.

Tindastóll reynir að fylla skarð þýska varnarmannsins Gwendolyn Mummert sem er farin frá félaginu eftir að hafa verið þar í stóru hlutverki. Skagfirðingarnir fengu skell gegn Fylki í gær, 4:1, og eru í áttunda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti Bestu deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert