Þetta eru mögulegir mótherjar íslensku liðanna

Víkingur og Breiðablik leika í 2. umferðinni næstu tvær vikur …
Víkingur og Breiðablik leika í 2. umferðinni næstu tvær vikur og komast að því í dag hverjum liðin mæta ef þau komast áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um hádegið í dag verður dregið til 3. umferðar Sambandsdeildar karla í fótbolta og þá komast íslensku félögin fjögur í keppninni að því hvaða mótherjar geta beðið þeirra ef þeim tekst að komast áfram úr 2. umferð.

Öll fjögur liðin spila á heimavelli komandi fimmtudag og síðan á útivelli í næstu viku. Víkingur mætir Egnatia frá Albaníu, Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi, Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó og Stjarnan mætir Paide frá Eistlandi. Öll fjögur liðin ættu að eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram.

Ef Víkingar slá út Egnatia munu þeir dragast gegn sigurliðinu úr einhverju af þessum einvígjum:

Virtust frá San Marínó eða Flora Tallinn frá Eistlandi
Struga frá N-Makedóníu eða Pyunik frá Armeníu
Ballkani frá Kósóvó eða Hamrun Spartans frá Möltu.

Valur/St. Mirren og Stjarnan/Paide eru saman í hópi, í neðri styrkleikaflokki, og geta sameiginlega mætt sigurliðum úr þessum einvígjum:

Legia frá Póllandi eða Caernarfon frá Wales
Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi
KuPS Kuopio frá Finnlandi eða Tromsö frá Noregi
Hajduk Split frá Króatíu eða HB Þórshöfn frá Færeyjum
Diddeleng frá Lúxemborg eða Häcken frá Svíþjóð

Ef Breiðablik slær Drita út fær Kópavogsliðið sigurliðið úr einhverju af þessum einvígjum:

Ilves Tampere frá Finnlandi eða Austria Vín frá Austurríki
Zürich frá Sviss eða Shelbourne frá Írlandi
Molde frá Noregi eða Silkeborg frá Danmörku
Wisla Kraków frá Póllandi eða Rapid Vín frá Austurríki
Auda frá Lettlandi eða Cliftonville frá Norður-Írlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert