Víkingar og Blikar fengju hagstæða mótherja

Víkingur og Breiðablik eiga góða möguleika í 3. umferð Sambandsdeildar …
Víkingur og Breiðablik eiga góða möguleika í 3. umferð Sambandsdeildar ef liðunum tekst að komast þangað. mbl.is/Óttar

Víkingur og Breiðablik geta fengið ágætlega viðráðanlega mótherja í 3. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, ef þau komast í gegnum 2. umferðina, en Valur og Stjarnan fengju væntanlega erfiðari andstæðinga.

Ef Víkingar slá út albönsku meistarana Egnatia í 2. umferð Sambandsdeildarinnar leika þeir gegn annað hvort Virtus frá San Marínó eða Flora Tallinn frá Eistlandi í 3. umferð og myndu byrja á heimavelli.

Ef Valsmenn slá út St. Mirren frá Skotlandi í 2. umferð Sambandsdeildarinnar leika þeir annað hvort gegn Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá  Noregi í 3. umferð og myndu byrja á heimavelli.

Ef Stjörnumenn slá út Paide frá Eistlandi í 2. umferð leika þeir annað hvort gegn Diddelang frá Lúxemborg eða Häcken frá Svíþjóð í 3. umferð og myndu byrja á útivelli.

Ef Blikar slá út Drita frá Kósóvó í 2. umferð leika þeir annað hvort gegn Auda frá Lettlandi eða Cliftonville frá Norður-Írlandi í 3. umferð og myndu byrja á útivelli.

Leikir 3. umferðar fara fram fimmtudagana 8. og 15. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert