Allt á floti hjá landsliðsmanninum

Allt var á floti þegar að Alfons Sampsted kom heim …
Allt var á floti þegar að Alfons Sampsted kom heim til sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfons Sampsted, landsliðsmaður í knattspyrnu, kom heim við ófagra sjón eftir æfingaferð með liði sínu Twente í Hollandi. 

Það var hellidemba á svæðinu og allt á floti í geymslunni hans þegar að Alfons kom heim. Þá er bílinn hans ónýtur vegna vatnstjónsins. 

Fótbolti.net heyrði í Alfonsi hljóðið þar sem hann sagði að bílinn hafi verið dregin burt. 

„Bílinn er allavega ónýtur og var dreginn í burtu. Í staðinn fékk ég tímabundið Toyota Yaris,“ sagði landsliðsmaðurinn. 

Hann bætti við að tryggingarfélagið sé að fara yfir uppákomuna og að þetta hafi verið mikið vesen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert