Biðst afsökunar án þess að hafa spilað leik

Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson. Unnur Karen

Íslenski knattspyrnumaðurinn Ægir Jarl Jónasson fór frá KR til AB í Dan­mörku fyrr í þessum mánuði og þurfti að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar áður en hann er búinn að spila leik fyrir liðið.

Ægir fór á leik FC Kaupmannahafnar og Lyngby er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni og voru stuðningsmenn AB ósáttir við að sjá hann í stúkunni.

„Varðandi fyrri færslu mína, til allra stuðningsmanna AB þá vil ég biðjast afsökunar, ég biðst afsökunar! Ég vissi ekki að það væri rígur á milli AB og Lyngby og ég var hér til þess ða styðja íslensku leikmennina sem buðu mér á leikinn,“ skrifaði Ægir á Instagram í dag.

„Ég lofa af fullu hjarta að ég mun gera mitt allra besta fyrir AB til þess að ná markmiðum okkar. ég mun ekki gera svona mistök aftur og er tilbúinn að mæta Brönshoj á morgun.“

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert