Kerfisbilunin hafði mikil áhrif á Valsmenn

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í fyrri leiknum gegn Vllaznia.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í fyrri leiknum gegn Vllaznia. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kerfisbilun sem varð hjá Microsoft á föstu­dag hafði mikil áhrif á Valsmenn en þeir sátu fastir úti í Albaníu. 

Valur sigraði Vllaznia frá Albaníu kvöldinu áður, 4:0, í seinni leik liðanna í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Þegar að Valsmenn ætluðu að fljúga heim degi síðar var það ekki hægt út af kerfisbiluninni og fresta þurfti fluginu fram á laugardag. 

Lentu í fyrrinótt

Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Valsmanna sagði í viðtali við mbl.is að vesenið hefði orðið enn meira. 

Fyrst að það var lítið um laus flug á þessum tíma þurftu Valsmenn að skipta sér niður í þrjá hópa. 

Hólmar var ásamt átta öðrum í einum hópnum og ætluðu þeir að fljúga fyrst til Vínarborgar í Austurríki og síðan til Íslands á laugardeginum. 

Fluginu þeirra til Vínarborgar seinkaði hins vegar og misstu þeir af fluginu heim. Því þurftu þeir að verja öðrum sólarhring í Vín og komu ekki heim fyrr en í fyrrinótt.

Hólmar Örn Eyjólfsson er fyrirliði Vals.
Hólmar Örn Eyjólfsson er fyrirliði Vals. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert