KR-ingar á toppinn

Hildur Björg Kristjánsdóttir, til vinstri, var í byrjunarliði KR.
Hildur Björg Kristjánsdóttir, til vinstri, var í byrjunarliði KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR er komið á toppinn í 2. deild kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Álftanesi, 3:1, í Vesturbænum í kvöld. 

KR er með 29 stig á toppnum en Völsungur og Haukar eru í öðru og þriðja sæti með 28 stig, en eiga leik til góða. Álftanes er í tíunda sæti deildarinnar. 

Mörk KR-liðsins skoruðu Hildur Laila Hákonardóttir, Birta Ósk Sigurjónsdóttir og Makayla Soll en Mark Álftaness skoraði Eydís María Waagfjörð.

Þetta var síðasti leikur KR áður en deildinni verður skipt í þrjá hluta á lokasprettinum en hin liðin eiga öll eftir einn eða tvo leiki. Ljóst er að KR, Völsungur, Haukar og Einherji verða í efsta hlutanum, A-úrslitunum en ÍH, Fjölnir og Augnablik berjast um fimmta og síðasta sætið. Í A-úrslitum verður leikin tvöföld umferð og spilað um tvö sæti í 1. deild.

Liðin í sjötta til níunda sæti fara síðan í B-úrslit og neðstu fjögur liðin í C-úrslit og leikin er tvöföld umferð í báðum mótunum..

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert