Landsliðskonan á von á barni – ekki meira með í ár

Anna Björk Kristjánsdóttir í leik með Val.
Anna Björk Kristjánsdóttir í leik með Val. Eggert Jóhannesson

Anna Björk Kristjánsdóttir, landsliðskona í fótbolta, verður ekki meira með Val á árinu en hún á von á barni eftir áramót ásamt kærasta sínum Róberti Steinari Hjálmarssyni. 

Anna Björk gekk til liðs við Val síðasta sumar og hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðan. Hún hefur ekki spilað síðan í lok júní.

Anna, sem er fædd árið 1989, er þaulreynd knattspyrnukona sem á að baki 45 landsleiki. 

Þá lék hún meðal annars með Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni áður en hún hélt heim til Vals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert