Reynslubolti á Seltjarnarnes

Rasmus Christiansen er genginn til liðs við Gróttu
Rasmus Christiansen er genginn til liðs við Gróttu Kristinn Magnússon

Rasmus Christiansen er genginn til liðs við Gróttu í 1. deild karla í fótbolta frá ÍBV sem er í sömu deild. 

Rasmus  er 34 ára gamall miðvörður, sem kom til Íslands frá Danmörku árið 2010 og hefur spilað 172 leiki í efstu deild hér á landi og á 347 meistaraflokksleiki með ÍBV, KR, Val, Fjölni og Aftureldingu.

Með Val varð hann þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann spilaði 36 leiki með yngri landsliðum Danmerkur á sínum tíma.

Rasmus hefur aðeins spilað sex leiki í deildinni með ÍBV á þessu tímabili en í fyrra var hann í lykilhlutverki hjá Aftureldingu sem lenti í öðru sæti í 1. deild á síðasta ári en tapaði í umspili um að koma sér upp í Bestu deild.

Grótta er í 11. sæti með 10 stig og er í harðri fallbaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert