Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilar ekki meira með Breiðabliki á þessu tímabili.
Hún hefur verið mikið frá undanfarin ár en á þessu tímabili hefur hún aðeins spilað sex leiki í deild og einn í bikar.
Áslaug Munda tognaði aftan í læri í upphitun fyrir leik Breiðabliks gegn Val í maí sl. og hefur síðan átt erfitt með að koma sér aftur á völlinn í kjölfarið. Þar á meðal vegna erfiðra veikinda og blóðsýkingu. Þá síðast fyrir þremur vikum tognaði hún aftan í læri sem hefur haldið henni alfarið frá fótbolta og verður ekkert með Breiðabliki meira í sumar en þetta staðfesti Áslaug í samtali við mbl.is.
Áslaug fer svo til Bandaríkjanna í byrjun ágúst en hún spilar með Harvard í bandaríska háskólaboltanum.