Úr Vittsjö í Stjörnuna

Stjarnan er í sjöunda sæti í Bestu deild kvenna.
Stjarnan er í sjöunda sæti í Bestu deild kvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríska knattspyrnukonan, Jessica Ayers, er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna.

Jessica er miðjumaður og spilaði síðast með Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni en hún hefur einnig spilað með Kalmar í sömu deild. Þar á undan lék hún með Gintra í Litháen.

Hún er 31 árs gömul og spilaði háskólabolta með Colorado Collage Tigers áður en hún fór til Litháen og Svíþjóðar.

Stjarnan er í sjöunda sæti í Bestu deild með 13 stig, jafn mörg og Þróttur er með en Stjarnan er í neðri hlutanum eins og er vegna markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert