„Ég veit þetta hljómar fáránlega“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Ljósmynd/Inpho Photography

„Það er ekki mikið sem þarf að breyta taktískt séð, þetta eru aðallega bara litlu hlutirnir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Bestu deild karla en liðið mætir Egnatia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun.

Víkingur kemur inn í aðra umferð undankeppninnar eftir tap í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Arnar er ánægður með tölfræði liðsins í leikjunum þrátt fyrir niðurstöðurnar, 0:0 á heimavelli og 2:1-tap úti.

Ég veit þetta hljómar fáránlega en tölfræðin okkar úr þessum leikjum gegn Shamrock er bara lygilega góð. Sem dæmi var Sparta Prag að vinna Shamrock í gær með svipaða tölfræði og við en þeir voru með meiri brot sem segir manni að þeir voru meira að brjóta fagmannlega á mönnum á réttum augnablikum. 

Gera fagmannleg brot og stöðva skyndisóknir og þess háttar sem við gerðum bara alls ekki, sérstaklega á útivelli. Þessi andlegi þáttur að verða aðeins fullorðnari í okkar nálgun í ljótu hliðar leiksins, vera aðeins "nasty" og láta finna fyrir sér og vera eins og allir voru að væla að Víkingar voru fyrr í sumar vera smá grófir það er það sem ég vil frekar frá þeim. Tölfræðilega séð og taktískt séð erum við með yfirburði í þessum leikjum og fá færi svo ég held við þurfum ekki að breyta miklu hvað það varðar,“ sagði Arnar í viðtali við mbl.is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert