Ferð ekki léttilega í gegnum neitt

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks. mbl.is/Anton

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks er spenntur fyrir fyrri leik Breiðabliks gegn FC Dríta frá Kó­sovó í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar­inn­ar í fót­bolta á Kópa­vogs­velli annað kvöld.

Sigurvegari einvígsins mun mæta Auda frá Lett­landi eða Clift­on­ville frá Norður-Írlandi í 3. um­ferð og byrjar á útivelli.

Höskuldur segir í samtali við mbl.is að Evrópuverkefni séu alltaf spennandi. 

„Evr­ópu­leik­irn­ir eru alltaf skemmti­leg­ir og verða bara skemmti­legri með hverju verk­efni ef eitt­hvað er. 

Það er kom­inn fiðring­ur í hóp­inn fyr­ir þessu verk­efni og við erum mjög spennt­ir að tak­ast á við þetta.“

Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki brutu blað í fyrra …
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki brutu blað í fyrra þegar þeir komust í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Eggert Jóhannesson

Fyrsti almennilegi leikur Drita

Drita sat hjá í 1. umferð Sambandsdeildarinnar og verður leikurinn annað kvöld fyrsti alvöru keppnisleikur liðsins á tímabilinu. 

„Ég veit ekki hvort það breyti okk­ar skipu­lagi þannig séð. Mögu­lega hef­ur það áhrif á þá. Fyrsti keppnisleikurinn sem þeir eru að fara í á þessu tíma­bili. 

Von­andi nýt­ist það okk­ur. Við þurf­um að mæta á tán­um, klár­ir og með háa ákefð strax frá byrj­un.“

Breiðablik vann Tikvesh frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð.
Breiðablik vann Tikvesh frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð. mbl.is/Ólafur Árdal

Ekki beint planið

Blikaliðið hefur verið afar gott í að sækja á andstæðinga sína í Evrópu undir lok leikja og vinna þannig einvígi. 

Er planið fyrir leik að sækja mikið undir lokin? 

„Nei ekki beint. Þjálf­arat­eymið læt­ur okk­ur vita um ýmsa töl­fræði inn­an hvers leiks. Við erum ekki að ein­blína sér­stak­lega á það. Skýrist frek­ar að við séum í hörkust­andi og erum mikið með bolt­ann. 

Lið verða þreytt þegar leik­menn verða að hlaupa mikið upp og niður og til hliðar. Þá verða skref­in hæg­ara og þyngri með hverri mín­útu sem líður. Þá verður at­hygl­in einnig minni.“

Hörkumótherji með einstaklingsgæði

Höskuldur segir það erfitt að dæma um gæði mótherja áður en mætt er til leiks. 

„Það dæm­ist bara þegar maður er mætt­ur í leik­inn. Þú ferð ekki létti­lega í gegn­um neitt ein­vígi. 

Drita er hörku­mót­herji með mikil ein­stak­lings­gæði. Leik­menn liðsins eru kraft­mikl­ir og góðir í skynd­isókn­um. 

Við verðum að vera trú­ir okk­ar leikplani. Spila okk­ar hug­rakka fót­bolta. Þegar við sækj­um verðum við að gera það af fullri ákefð og vera hættu­leg­ir fyr­ir fram­an markið. 

Þetta snýst um hug­ar­far. Að við séum að pæla í því sem við get­um gert vel frek­ar en því sem þeir gera,“ bætti Höskuldur við í samtali við mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert