Stjarnan með dramatískan sigur

Breukelen Woodard að skjóta á mark Stjörnunnar í kvöld.
Breukelen Woodard að skjóta á mark Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan hafði betur gegn FH, 2:1, í svakalegum leik í Kaplakrika í 14. umferð Bestu deildar kvenna í dag. 

Úrslitin þýða að FH er áfram í fimmta sæti með 19 stig. Stjarnan situr í sjötta sæti með 16 stig. 

Fyrri hálfleikurinn var afar líflegur og fengu bæði lið góð færi til að taka forystuna. 

Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk dauðafæri á 11. mínútu eftir góðan undirbúning frá Breukelen Woodard en Erin McLeod, markmaður Stjörnunnar, sá við Elísu. 

Skömmu síðar átti Eyrún Embla Hjaltadóttir, varnarmaður Stjörnunnar, hörkuskot í slána af rúmu 35 metra færi.  

Esther Rós Arnarsdóttir fékk gott færi á 17. mínútu eftir góða sendingu inn fyrir frá Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur en Aldís varði fast skot Estherar. 

Markalaust í hálfleik eftir skemmtilegan fyrri hálfleik. 

Ída Marín Hermannsdóttir var ekki langt frá því að koma FH yfir í byrjun síðari hálfleiks. Boltinn datt fyrir hana í teig Stjörnunnar og átti hún fínasta skot sem virtist vera á leiðinni í netið þar til Hulda Hrund Arnarsdóttir bjargaði á línu.  

Á 55. mínútu fékk Woodard gott færi til að brjóta ísinn. Elísa Lana kom með glæsilega sendingu á Woodard á vinstri kantinum sem keyrði inn á teiginn, leitaði inn á hægri og skaut en McLeod, markvörður Stjörnunnar, varði stórkostlega frá henni. 

Á 63. mínútu skoraði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna. Það kom eftir góða sendingu frá Gyðu Kristínu á Úlfu á fjærstönginni sem kláraði snyrtilega í neðra vinstri hornið. 

Varamaðurinn Selma Sól Sigurjónsdóttir jafnaði metin fyrir FH á 77. mínútu. Valgerður Ósk Valsdóttir kom með gullfallega sendingu út á Selmu á hægri kantinum sem skoraði af miklu öryggi framhjá McLeod.  

Lokamínútur leiksins voru afar spennandi og gátu bæði lið hreppt sigurinn. Ída Marín fékk dauðfæri eftir skyndisókn en McLeod varði meistaralega frá henni í stöngina. 

Á annarri mínútu í uppbótartíma skoraði Starnan sigurmark leiksins. Þar var Andrea Mist Pálsdóttir að verki en hún skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Gyðu Kristínu. Lokaniðurstöður í dag, 2:1 sigur Stjörnunnar.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 1:4 Valur opna
90. mín. Leik lokið +4 -Þá er þessu lokið hér á Sauðárkróki. Niðurstaðan er öruggur 4:1 sigur Vals á liði Tindastóls í Bestu deild kvenna. Þetta þýðir að Valur er komið á toppinn í deildinni en Tindastóll er áfram í áttunda sæti deildarinnar.
Keflavík 0:1 Þór/KA opna
90. mín. Keflavík fær gult spjald 90+1 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur fær gult spjald.

Leiklýsing

FH 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert