Jafntefli í Safamýri

Una Rós Unnarsdóttir lagði upp mark í dag.
Una Rós Unnarsdóttir lagði upp mark í dag. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Grindavík og Afturelding gerðu 1:1 jafntefli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í Safamýri í kvöld.

Afturelding er í 2. sæti með 21 stig eftir 12 leiki, sjö stigum á eftir toppliði FHL sem á leik til góða. Grindavík er í áttunda sæti með 15 stig.

Emma Kate Young kom Grindavík yfir eftir 40 mínútur en hún skallaði boltann inn eftir hornspyrnu sem Una Rós Unnarsdóttir tók og staðan var 1:0 í hálfleik.

Ariela Lewis jafnaði fyrir Aftureldingu úr vítaspyrnu þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þannig endaði leikurinn.

Jada Cobert sem spilaði með Grindavík á síðasta tímabili er komin aftur til félagsins frá Omonia á Kýpur og var í byrjunarliði í kvöld en hún skoraði níu mörk í 16 leikjum tímabilið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert