„Kokhraustir fyrir morgundaginn“

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar. Eggert Jóhannesson

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, segir stemninguna góða í herbúðum Garðbæinga fyrir leik liðsins gegn eistneska liðinu Paide Linnameeskond í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu sem fram fer á Stjörnuvelli á morgun.

„Ég er mjög vel stemmdur, þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og það er mikil spenna í hópnum“. Sagði Guðmundur á blaðamannafundi Stjörnunnar fyrir leikinn á morgun.

Gefur það liðinu aukið sjálfstraust fyrir leikinn á morgun að vera búið að fara í gegnum eitt einvígi í Evrópukeppninni?

„Já ég held það, það voru einhverjir að spila sína fyrstu Evrópuleiki og nú er það frá og menn þekkja þetta. Menn sjá hvernig það er að taka svona tveggja leikja rimmu og hversu mikilvægt það er að ná góðum úrslitum á heimavelli þannig að ég reikna með að menn séu kokhraustir fyrir morgundaginn“.

Kjartan Már Kjartansson lék vel gegn Linfield
Kjartan Már Kjartansson lék vel gegn Linfield Kristinn Magnússon

Kjartan Már Kjartansson lék vel sem varnarsinnaður miðjumaður gegn Linfield, Guðmundur hrósaði Kjartani fyrir góða frammistöðu.

„Það hefur verið gaman að spila með Kjartani, hann er ólíkur mörgum af yngri leikmönnunum okkar. Hann lætur finna fyrir sér á æfingum og rífur kjaft en hann hefur vaxið gríðarlega sem er virkilega gaman að sjá“.

Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 á Stjörnuvelli annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert