Látum þá finna fyrir því

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Anton

„Við verðum að taka þeim alvarlega,“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks í samtali við mbl.is á Kópavogsvelli í dag. 

Halldór undirbýr lið sitt fyrir fyrri leikinn gegn FC Drita frá Kósovó í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. 

Halldór segir að Drita sé með sterkari mótherjum sem Breiðablik hefði geta mætt. 

„Drita er með sterk­ari mót­herj­um sem við gát­um mætt þegar að dregið var í þessa potta. 

Þetta er samt klár­lega lið sem við ætl­um okk­ur að slá út og telj­um okk­ur eiga góðan mögu­leika á því.

Drita-menn hafa ekki kom­ist langt í Evr­ópu und­an­far­in ár en þeir hafa verið að gefa þess­um sterku liðum sem þeir hafa mætt góða leiki. 

Við verðum að taka þeim al­var­lega og ætl­um að sjálf­sögðu að halda þess­ari Evr­ópu­veg­ferð sem hef­ur verið und­an­far­in ár áfram. 

Í deild­inni heima spila þeri af mik­illi ákefð, pressa hátt. Það eru ákveðnir mögu­leik­ar í því. 

Í Evr­ópu gegn sterk­um mót­herj­um hafa þeir verið að fara neðar og beita skynd­isókn­um. Við verðum að meta það á morg­un hvernig þeir mæta til leiks og vera klár­ir í hvoru tveggja,“ sagði Halldór. 

Þetta er ákveðið forskot

Drita fór beint í aðra umferð Sambandsdeildarinnar vegna góðs gengis liða frá Kósovó í Evrópu undanfarin ár.

„Yf­ir­leitt áttu tvo leiki úr fyrstu um­ferð til að skoða and­stæðing­inn. Í þetta skipti fer Drita beint í aðra um­ferð út af góðum liða frá Kó­sovó. 

Þeir eru bún­ir að vera núna í Búlgaríu í æf­inga­ferð þar sem þeir hafa spilað æf­inga­leiki. Við vit­um ekki al­veg stöðuna á þeim. 

Hins veg­ar er já­kvætt og ákveðið for­skot að vera á miðju tíma­bili á meðan þeir eru að byrja þeirra. 

Mik­il­vægt að byrja af krafti og láta þá finna fyr­ir því að við séum í betra leik­formi en þeir.“

Getum ekki farið að pæla í því

Ef að Breiðablik vinnur einvígið gegn Drita mætir liðið annaðhvort Auda frá Lett­landi eða Clift­on­ville frá Norður-Írlandi í 3. um­ferð og byrj­ar á úti­velli.

Halldóri líst ágætlega á þann drátt en er ekki farinn að pæla í því.

„Til að byrja með eru þetta mörg lið sem við get­um mætt. Án þess að pæla mikið í því þá lít­ur þetta nokkuð vel út en við get­um ekki farið að pæla í því. 

Það er hörku­verk­efni fram und­an og við leyf­um okk­ur ekki að fara þangað strax.“

Hvað viltu sjá annað kvöld?

„Ég býst við þroskaðri og góðri frammistöðu. Ég vona að leik­menn­irn­ir verði kraft­mikl­ir og sæki sig­ur­inn,“ bætti Hall­dór við í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert