Markaveisla á Króknum

Berglind Rós Ágústsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir í leik Vals …
Berglind Rós Ágústsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir í leik Vals og Tindastól í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann öruggan 4:1 sigur á liði Tindastóls í Bestu deild kvenna á Sauðárkróki í kvöld. Þetta þýðir að Valur er komið á toppinn í deildinni en Tindastóll er áfram í áttunda sæti deildarinnar.

Þessi úrslit þýða að Valur er komið á toppinn í deildinni en liðið er með 39 stig eftir 14 leiki en Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig en eiga leik til góða og eru með betra markahlutfall. Valur og Breiðablik mætast einmitt í næstu umferð í Bestu deild kvenna en leikurinn fer fram næsta miðvikudag á Hlíðarenda.

Tindastóll er áfram í áttunda sæti deildarinnar en liðið er með 13 stig eftir 14 leiki. Tindastóll spilar einnig næsta leik sinn næsta miðvikudag en þá fær liðið Þór/KA í heimsókn til Sauðárkróks.

Leikmenn Vals byrjuðu leikinn virkilega vel og voru að koma sér í ljómandi fínar stöður á vellinum en það var ekki fyrr en á 19. mínútu leiksins að liðið náði að skora en þá átti Jordyn Rhodes, leikmaður Tindastóls, slæma sendingu á miðjum vellinum en boltinn fór á Berglindi Rós Ágústsdóttir sem renndi boltanum inn fyrir vörn Tindastóls og þar var Jasmín Erla Ingadóttir og hún setti boltann í netið og kom gestunum yfir, 1:0.

Það munaði ansi litlu að Valur kæmist í 2:0 nokkrum mínútum síðar en þá áttu leikmenn Vals skalla í þverslá og strax í kjölfarið skot í.

Þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann áttu leikmenn Tindastóls nokkrar fínar skyndisóknir sem þær náðu þó ekki að nýta sér fyrr en á 27. mínútu leiksins en þá pressaði liðið Val framarlega á vellinum og upp úr því náði Laufey Harpa Halldórsdóttir boltanum og kom honum á Elísu Bríet Björnsdóttir sem átti flott skot sem fór yfir Fanneyju Ingu Birkisdóttur í marki Vals og í netið.

Staðan því orðin 1:1 og fyrri hálfleikur rétt rúmlega hálfnaður. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og fengu bæði lið tækifæri til að skora en ekki vildi boltinn í markið og staðan því jöfn í hálfleik.

Í seinni hálfleik var algjör einstefna að marki Tindastóls. Þær komust varla yfir miðju, leikmenn Tindastóls. Það var fyrst og fremst góður leikur Monicu Wilhelm í marki Tindastóls sem kom í veg fyrir að Valur skoraði í upphafi seinni hálfleiks.

Það var loksins á 63. mínútu leiksins að Monica  var sigruð í seinni hálfleik en þá átti Berglind Rós frábæra sendingu á Hailey Whitaker sem setti boltann út í teiginn á Jasmínu Erlu sem var ein á auðum sjó og setti boltann í markið og kom liði Vals yfir í 2:1.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti svo tveimur mörkum við fyrir lið Vals en fyrra markið skoraði hún á 73. mínútu og það seinna á 76. mínútu. Berglind hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður.

Mörkin voru nánast eins en í bæði skiptin átti Fanndís Friðriksdóttir góða sendingu fyrir markið á Berglindi sem lagði boltann fyrir sig og negldi honum í markið. Eftir þetta voru leikmenn Vals nær því að skora fleiri mörk en Tindastóll að jafna metin en lokatölur á Sauðárkróksvelli voru 4:1 fyrir Val.


Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 1:2 Stjarnan opna
90. mín. Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) skorar 1:2 - Stjarnan skorar! Gyða Kristín finnur Andreu út í teignum og hún skorar! Svakalegar lokamínútur hér í Kaplakrika.
Keflavík 0:1 Þór/KA opna
90. mín. Keflavík fær gult spjald 90+1 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur fær gult spjald.

Leiklýsing

Tindastóll 1:4 Valur opna loka
90. mín. Leikmenn vals halda bara boltanum þessa stundina. Eru bara að bíða eftir lokaflautinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert