Mikið hagsmunamál fyrir íslenskan fótbolta

Halldór Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson.
Halldór Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Anton

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir að gott gengi íslenskra liða í Evrópukeppni sé mikið hagsmunamál fyrir fótboltann hérlendis.

Hall­dór und­ir­býr lið sitt fyr­ir fyrri leik­inn gegn Drita frá Kó­sovó í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar­inn­ar sem fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld.

Hann talaði aðeins um mikilvægi góðs árangurs í Evrópu þegar að mbl.is hitti á hann á Kópavogsvelli í dag. 

Töluverður fjárhagslegur ávinningur

„Það gef­ur sumr­inu mikið líf að ís­lensku liðin séu að taka þátt. Því fleiri leik­ir, því skemmti­legra fyr­ir liðin. 

Síðan er tölu­verður fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur í þessu fyr­ir ís­lensk­an fót­bolta. Við vor­um í rusl­flokki fyr­ir tveim­ur árum í einu af neðstu fjór­um sæt­un­um. 

Nú erum við að hóta því að kom­ast í kring­um 33. sætið sem að gef­ur þá aðra mögu­leika.

Í staðinn fyr­ir að vera með eitt Meist­ara­deild­ar­sæti og þrjú í Sam­bands­deild­inni þá er til dæm­is Kó­sovó með eitt í Meist­ara­deild­inni, eitt í Evr­ópu­deild­inni, eitt í ann­arri um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar og annað eitt í fyrstu um­ferð,“ sagði Halldór en hvert sæti skiptir máli. 

Erum að keppa við þessi lönd 

Til að mynda er mun betra að vera í 33. sæti heldur en 36. sæti, þar sem Ísland er. Til að hækka sig í töflunni verða íslensku liðin að standa sig í Evrópu. 

„Þú ert þannig með þrjú lið frá Kó­sovó sem eru sjálf­krafa kom­in í aðra um­ferð sama hvernig fer í fyrstu. Það seg­ir sig sjálft að þarna eru heil­mikl­ir fjár­mun­ir und­ir og tæki­færi sem ís­lensku liðin hafa. 

Við erum að keppa við lönd eins og Fær­eyj­ar, Írland, Finn­land og Kosóvó um þessi mikilvægu sæti. 

Við eigum að fá alla þá hjálp sem við þurfum. Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir ís­lensk­an fót­bolta,“ sagði Halldór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert