Ótrú­lega gam­an að vera fót­boltamaður á þess­um tíma

Höskuldur Gunnlaugsson í fyrri leiknum gegn Tikvesh.
Höskuldur Gunnlaugsson í fyrri leiknum gegn Tikvesh. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þessi tími sumars er sá skemmtilegasti til að vera fótboltamaður á Íslandi að mati Höskuldar Gunnlaugssonar fyrirliða Breiðabliks. 

Breiðablik mætir FC Dríta frá Kó­sovó í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar­inn­ar í fót­bolta á Kópa­vogs­velli annað kvöld.

Árangur sem sést ekki strax

Sigurvegari einvígsins mun mæta Auda frá Lett­landi eða Clift­on­ville frá Norður-Írlandi í 3. um­ferð og byrjar á útivelli.

Breiðablik komst í Evrópukeppni fyrst íslenskra liða í fyrra þegar liðið tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni. Sá árangur mun nýtast íslenskum liðum vel á næstu árum.

„Það er allra meina bót. Þetta er ár­ang­ur sem sést ekki strax en hann kem­ur til bóta á kom­andi tíma­bil­um eft­ir af­rek,“ sagði Höskuldur í samtali við mbl.is á Kópavogsvelli í dag. 

Er þetta hápunktur sumarsins?

„Já, þetta er skemmti­leg­asti tím­inn. Há­sum­ar þó að það sé ekk­ert frá­bært veður hérna, samt fín­asta fót­bolta­veður. 

Gam­an að skipta á milli keppna og vera að keppa um eitt­hvað á flest­um víg­stöðum. Ótrú­lega gam­an að vera fót­boltamaður á þess­um tíma,“ bætti fyrirliðinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert