Þór/KA hafði betur gegn botnliðinu

Sandra María Jessen, framherji Þórs/KA, og Regina Fiabema, varnarmaður Keflavíkur.
Sandra María Jessen, framherji Þórs/KA, og Regina Fiabema, varnarmaður Keflavíkur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór/KA vann Kefla­vík, 1:0, í 14. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Kefla­vík­ur­velli í kvöld.

<br/><br/>

Þór/KA er með 27 stig í þriðja sæti deild­ar­inn­ar, tólf stig­um á eft­ir Breiðablik sem er í öðru sæti. Kefla­vík er á botn­in­um ásamt Fylki með 9 stig.

<br/><br/>

Staðan var 0:0 í hálfleik en Hulda Ósk Jóns­dótt­ir kom gest­un­um yfir á 57. mín­útu.

Bæði lið höfðu tapað í síðustu umferð, Keflavík naumlega gegn Val á útivelli 2:1 og Þór/KA gegn Víkingi á heimavelli 0:2. Heimakonur vildu gera hvað þær gátu til að spyrna sér af botninum en norðankonur voru staðráðnar í að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu og saxa á toppliðin tvö.

Fyrsta tækifæri leiksins átti sóknartengiliður Keflavíkur, Melanie Forbes, þegar hún komst upp vinstri vænginn og var komin í frábært færi en var aðeins of lengi að athafna sig og Hulda Björg Hannesdóttir í vörn Þór/KA náði að bægja hættunni frá á glæsilegan hátt. Þarna hefði Melanie aldeilis getað komið heimakonum í góða stöðu.

Gestirnir sóttu í sig veðrið í kjölfarið en náðu þó ekki að komast í nein alvöru færi. Það var svo rétt eftir miðjan hálfleik að færin fóru að koma á færibandi. Á 26.mínútu fékk Regina Solhaug Fiabema, varnarmaður Keflavíkur, frábært færi þegar boltinn barst til hennar í vítateig gestanna og hún átti hörkuskot sem Harpa Jóhannsdóttir í marki Þór/KA varði vel í horn.

Eftir hornspyrnu Keflvíkinga náðu gestirnir að hreinsa boltann og Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, komst í gegnum vörn Keflavíkur, Vera Varis í marki heimastúlkna kom á móti henni og gerði gríðarlega vel með því að handsama boltann.

Mínútu síðar, á hinum enda vallarins, fengu heimakonur hornspyrnu. Boltinn barst á Anitu Lind Daníelsdóttur sem átti frábært skot sem Harpa varði enn betur, í horn.

Á þriggja mínútna kafla uppúr þrítugustu mínútu fengu Þór/KA þrjú góð færi. Fyrst var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem átti skot sem Vera Varis varði vel og svo átti Sandra María frákastið sem Vera varði einnig og gestirnir fengu horn.

Eftir hornspyrnu var brotið á leikmanni Þór/KA á vítateigslínu vinstra meginn við endamörk. Boltanum var rennt út á Margréti Árnadóttur sem átti skot sem Vera varði.

Nóg að gera hjá Veru í markinu.

Langbesta færi fyrri hálfleiks fékk svo Saorla Miller fyrir Keflavík, á 40.mínútu. Hún fékk sendingu frá vinstri frá Melanie Forbes, gegnum vörnina að markteig og þar var Saorla svo gott sem á auðum sjó, ein gegn Hörpu í markinu en skot hennar var alls ekki nógu gott og Harpa varði gríðarlega vel og náði koma í veg fyrir að heimakonur kæmust yfir.

Saorla vissi það eflaust sjálf að hún hefði átt að klára þetta færi og þau gerast varla betri og það þegar liðinu sárvantar mörk og stig og eru að gera atlögu að öruggu sæti í deildinni En vonandi fyrir Saorla að hún finni sjálfstraustið aftur í markaskorun.

Staðan ótrúlegt en satt 0:0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik fengu gestirnir fyrsta færið á 51.mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir átt góða sendingu frá hægri inná teig þar sem að Sandra María Jessen átti skot rétt framhjá.

Það var svo loksins á 57.mínútu að fyrsta mark dagsins leit ljós og þvílíka markið! Boltinn barst á Huldu Ósk við vítateigs hornið vinstra meginn, Hulda átti frábært skot yfir Veru Varis og í fjærhornið, Þór/KA komið yfir 0:1!

Í kjölfarið af markinu áttu bæði lið sínar sóknarlotur án þess að skapa of mikla hættu en á 83.mínútu skall hurð nærri hælum þegar Keflavík náði næstum því að jafna með sjálfsmarki. 

Melanie Forbes fékk frábæra sendingu inní vítateiginn vinstra meginn og átti stórhættulega sendingu fyrir markið. Enginn Keflvíkingur komst í boltann en varnarmaður Þór/KA ætlaði eflaust að hreinsa en hitti boltann ekki nógu vel og skot af henni fór að markinu en Harpa Jóhannsdóttir brást vel við og bjargaði sínu liði frá því að missa forystuna með góðri vörslu.

Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og gestirnir frá Akureyri unnu virkilega sterkan 0:1 útisigur í Keflavík og styrkja stöðu sína í þriðja sæti.

Keflavíkurliðið barðist vel í leiknum og þær sköpuðu sér svo sannarlega góð færi og voru svo nálægt því að fá meira út úr leiknum.

En þess má geta að Johnathan Glenn þjálfari Keflavíkur, sem var tekinn í viðtal eftir leik, er að spila á nokkrum mjög ungum og efnilegum stelpum. Sem dæmi eru stelpur fæddar 2006, 2007 og 2009 í byrjunarliðinu, sú yngsta á 15. aldursári. Þær eru svo sannarlega að fá dýrmæta reynslu. 

Keflavík er í miklu brasi í deildinni, á botninum, en framtíðin er björt.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 1:4 Valur opna
90. mín. Leik lokið +4 -Þá er þessu lokið hér á Sauðárkróki. Niðurstaðan er öruggur 4:1 sigur Vals á liði Tindastóls í Bestu deild kvenna. Þetta þýðir að Valur er komið á toppinn í deildinni en Tindastóll er áfram í áttunda sæti deildarinnar.
FH 1:2 Stjarnan opna
90. mín. Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) skorar 1:2 - Stjarnan skorar! Gyða Kristín finnur Andreu út í teignum og hún skorar! Svakalegar lokamínútur hér í Kaplakrika.

Leiklýsing

Keflavík 0:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Keflavík fær gult spjald 90+1 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari Keflavíkur fær gult spjald.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert