„Dómarinn kostaði okkur þriðja markið“

Stuðningsmenn Stjörnunnar á leiknum í kvöld.
Stuðningsmenn Stjörnunnar á leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór

„Þetta er mikilvægur sigur en það er svekkjandi að þriðja markið fékk ekki að standa. Það hefði verið mjög mikilvægt.,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2:1-sigur gegn Paide Linnameeskond frá Eistlandi, í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Jökull var ekki mjög sáttur með dómgæsluna í kvöld en leikmenn Stjörnunnar fóru tvisvar sinnum niður í teignum og það var tekið mark af þeim undir lokin.

„Þetta var löglegt mark. Hann náði því þegar Kjartan  fór auðveldlega niður í teignum en það var peysutog, það er rétt að kalla ekki á það en ég veit ekki hvort hann þurfti að fá spjald fyrir það. Ég þarf að sjá aftur þegar Örvar Eggertsson lenti í átökum inni í teig.

Dómarinn kostaði okkur þriðja markið. Ég er ekki búin að sjá hvort þetta var hendi en sennilega var það rétt vítið sem við fengum á okkur, bara klaufalegt,“ sagði Jökull í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Finnst þér þetta svekkjandi niðurstaða?

Mér finnst þetta mjög svekkjandi, mér fannst við vinna fyrir tveggja marka forystu. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi í dag þannig þá vill maður fara með tveggja marka forystu.

Það er erfitt að fara á útivöll. Það er leikur um helgina en svo förum við í næstu viku og tökum það sem er okkar.“

Er erfitt að fara bara með eins marks forystu í útileikinn?

„Nei, ekki erfitt bara bara svekkjandi þegar strákarnir erum búnir að vinna fyrir tveggja marka forystu en fá ekki að taka það með.“

Stjarnan mæti ÍA í deildinni á sunnudaginn áður en þeir fara í útileikinn. Stjarnan sigraði Fylki í síðasta leik sem var á milli Evrópuleikja, 2:0.

„Við sýndum það síðasta að einbeitingin er góð fyrir hvern leik en það er erfitt að spila á milli og í fullkomnum heimi þá væri frí.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert