Halldór: „Fannst leikurinn rosalega illa dæmdur“

„Spjöldin sem þeir sleppa með og spjöldin sem við fáum …
„Spjöldin sem þeir sleppa með og spjöldin sem við fáum á okkur, það var ekkert samræmi í þessu. Tafirnar sem þeir komast upp með. Við sáum strax í hvað stemmdi með dómarana,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Hall­dór Árna­son þjálf­ari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyr­ir tap gegn FC Drita í fyrri leik liðanna í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar Evr­ópu á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Mbl.is náði tali af Hall­dóri strax eft­ir leik.

Keyrðu yfir þá í seinni hálfleik

Hvernig eru þín fyrstu viðbrögð eft­ir þenn­an leik?

„Mjög ánægður með leik­inn heilt yfir. Þetta var sér­kenni­leg­ur leik­ur. Þeir skora eft­ir ör­fá­ar mín­út­ur og spila vel í byrj­un. Síðan fóru þeir að gera eitt­hvað allt annað en að spila fót­bolta. Það er rosa­lega krefj­andi og þeir þeir voru erfiðir. Þeir eru hættu­leg­ir í skynd­isókn­um og eru lík­am­lega sterk­ir. Í seinni hálfleik fór síðan að draga mjög af þeim og mér fannst við keyra yfir þá.“

Voru þetta sann­gjörn úr­slit í kvöld?

„Það hefði verið verðskuldað að jafna leik­inn en þeir gerðu vel að henda sér fyr­ir allt og markvörður­inn þeirra varði nokkr­um sinn­um mjög vel. Þetta eru samt allt í lagi úr­slit og við ætl­um okk­ur að skora úti, jafna ein­vígið og gera til­raun til að slá þá út.“

Þið byrjið leik­inn mjög illa. Mætti segja að þið hafið ekki al­veg mætt til leiks fyrstu 20 mín­út­urn­ar?

„Ég veit það ekki. Ég þarf að skoða þetta aft­ur en mér fannst þetta vera skemmri tími þar sem við byrj­um illa. Annað markið þeirra er rosa­lega lé­leg­ur varn­ar­leik­ur hjá okk­ur en það er samt, bolt­inn fer útaf og það er innkast þar sem leikmaður þeirra hleyp­ur 15 metra með bolt­ann og hopp­ar á báðum fót­um þegar hann tek­ur innkastið og það er ótrú­legt að það sé látið viðgang­ast í Evr­ópu­leik. Engu að síður lé­leg­ur varn­ar­leik­ur hjá okk­ur en markið kem­ur upp úr þessu innkasti. En jú auðvitað hefðum við átt að byrja leik­inn bet­ur.“

Ísak Snær minnkaði muninn í seinni hálfleik fyrir Breiðablik.
Ísak Snær minnkaði mun­inn í seinni hálfleik fyr­ir Breiðablik. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Krefj­andi að spila úti

Þið farið vænt­an­lega með þenn­an seinni hálfleik með ykk­ur út til Kó­sovó?

„Jú pottþétt og fínt að vera bún­ir að máta sig gegn þessu liði. Það verður krefj­andi að spila úti þar sem verða eng­in flóðljós. Grasvöll­ur og spilað á miðjum degi. Við þurf­um að vera þroskaðir og passa að opna leik­inn ekki of mikið.“

Þið byrjið næsta leik und­ir og við sjá­um hvernig þeir spila þegar þeir eru komn­ir yfir þar sem þeir drepa leik­inn með því að leggj­ast í grasið og tefja. Verður ekki erfitt að ná upp stemmn­ingu í slík­um leik?

„Nei við ger­um bara ráð fyr­ir þessu. Það sem er kannski erfitt er að þú veist að svona lið beita þess­ari aðferð og þá reyn­ir á dóm­ar­ana og við höf­um spilað leiki þar sem þeir stoppa svona rugl strax en í þess­um leik fann ég strax í upp­hafi að þeir myndu fá að gera þetta en von­andi verður þetta stoppað úti. Við höf­um séð þetta áður og lát­um þetta ekki trufla okk­ur.“

Mann­leg mis­tök

Markvörður Drita tafði ít­rekað í út­spörk­um, jafn­vel eft­ir að hann fékk gult spjald. Hvernig fannst þér þessi leik­ur dæmd­ur?

„Mér fannst leik­ur­inn rosa­lega illa dæmd­ur sem hann var. Ég talaði um annað markið sem var grín. Spjöld­in sem þeir sleppa með og spjöld­in sem við fáum á okk­ur, það var ekk­ert sam­ræmi í þessu. Taf­irn­ar sem þeir kom­ast upp með. Við sáum strax í hvað stemmdi með dóm­ar­ana og lítið við því að gera.“

Kristó­fer Ingi Krist­ins­son var ekki á skýrslu í kvöld. Gleymd­ist að skrá hann á skýrslu?

„Það voru mann­leg mis­tök á skrif­stofu. Hann var á skýrslu sem ég sá og síðan datt hann út og þegar reynt var að setja hann aft­ur á skýrslu þá sagði UEFA að það væri of seint. Það er auðvitað leiðin­legt en það þýðir ekk­ert að vera eyða orku í að spá í því hann verður bara klár í næsta leik,“ sagði Hall­dór í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert