HK, Fram og ÍA sækja leikmenn

Hanne Hellinx hefur samið við ÍA út leiktíðina 2024.
Hanne Hellinx hefur samið við ÍA út leiktíðina 2024. Ljósmynd/ÍA

Leikmannaglugginn er galopinn og lið í 1. deild kvenna í knattspyrnu hafa nokkur tilkynnt nýja leikmenn í dag.

Hanne Hellinx kemur til ÍA frá OH leuven en hún hefur einnig spilað með Charleroi og Mechelen í efstu deild í Belgíu. Hún er fjölhæfur leikmaður og getur spilað á miðju og í vörn.

 

View this post on Instagram

A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes)

Fram nældi sér í nýjan markmann dag en liðið hefur fengið á sig 20 mörk í 11 leikjum. Alia Skinner kemur til liðsins frá Brommapojkarna í Svíþjóð og jamaíska landsliðskonan Dominique Bond Flazsa snýr aftur til Íslands. Í tilkynningu liðsins sagði Óskar Smári, þjálfari liðsins, að fleiri fréttir af leikmönnum koma á næstu dögum. 

Dominique er komin með leikheimild og getur spilað með liðinu gegn ÍA í kvöld.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/07/24/landslidskona_til_framara/

Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir gerði samning til 2025 við HK en hún var hjá FC King George í Danmörku.

View this post on Instagram

A post shared by HK Fótbolti (@hkfotbolti)

ÍA og Fram eru með 15 stig í sjötta og sjöunda sæti en Fram er ofar vegna markatölu. HK er mðe 17 stig í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert