Höskuldur: „Þeir lifðu á lyginni í lokin“

Höskuldur leikur á varnarmann Drita í kvöld.
Höskuldur leikur á varnarmann Drita í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­irliði Breiðabliks var svekkt­ur með að hafa ekki sótt jafn­tefli gegn Drita frá Kósóvó í fyrri leik liðanna í undan­keppni Sam­bands­deild­ar Evr­ópu í kvöld.

Mbl.is náði tali haf Hösk­uldi strax eft­ir leik.

Ætla að kasta öllu fram til að vinna

Voru úr­slit­in í kvöld sann­gjörn?

„Maður er frek­ar svekkt­ur með að hafa ekki jafnað þetta en á sama tíma er ég strax kom­inn í gír fyr­ir seinni leik­inn. Það er bara seinni hálfleik­ur sem við ætl­um að sigra í þessu ein­vígi. Við ætl­um okk­ur að kasta öllu fram til að vinna þetta ein­vígi.“

Þið gefið þeim mark al­veg í upp­hafi. Það hef­ur verið mjög vont fyr­ir fram­haldið í leikn­um ekki satt?

„Já þetta var alltof ein­falt fyr­ir þá og sló okk­ur útaf lag­inu. Síðan tök­um við öll völd á leikn­um, sér­stak­lega í síðari hálfleik og gerðum al­veg nóg til að verðskulda að jafna leik­inn. Þeir lifðu á lyg­inni í lok­in. Það var samt mik­il­vægt að ná marki og vera bara marki und­ir. 2:0 hefði kannski verið svo­lítið brött brekka. Við för­um bara með já­kvæðu hug­ar­fari út.“

Þú tal­ar um að síðari hálfleik­ur hafi verið góður en á sama tíma spilaði Drita kannski eitt­hvað allt annað en fót­bolta þar sem þeir töfðu og drápu leik­inn. Var þetta pirr­andi?

„Já auðvitað en það er ekk­ert við þá að sak­ast þar sem þetta er bara leikaðferð sem þeir notuðu. Það er frek­ar dóm­ar­inn sem leyf­ir þetta og legg­ur þess­ar lín­ur. Dóm­ar­inn hefði al­veg mátt stíga inn í þetta.“

Mjög peppaður fyr­ir úti­leikn­um

Hvernig sérðu leik­inn úti fyr­ir þér?

„Leik­ur­inn verður á hlut­laus­um velli og það er já­kvætt. Ég er bara mjög peppaður fyr­ir þess­um leik.“

Þú ert mjög ná­lægt því að jafna úr auka­spyrn­unni. Svekkt­ur að sjá hann ekki inni?

„Ég hélt hann væri inni. Síðan varði hann þetta frá­bær­lega. Svo þegar Davíð átti skall­ann í lok­inn þá sá ég bolt­ann hinu­meg­in við stöng­ina og hélt þetta væri mark en þetta verður bara al­vöru áskor­un í úti­leikn­um.“

Þið fenguð mörg tæki­færi til að jafna og voruð oft hárs­breidd frá því að klára þetta. Hvað þarf til að þetta tak­ist í leikn­um á Þriðju­dag?

„Við þurf­um auðvitað bara að sækja til sig­urs en samt án þess að vera með fífldirfsku. Þetta er bara eitt mark sem þarf til að byrja með. Við erum í formi og fögn­um því að það sé stutt í næsta leik. Við þurf­um bara að halda góðu tempói og það væri frá­bært að skora snemma. Þeir þreyt­ast snemma í leikn­um í kvöld og við þurf­um að vinna með það,“ sagði Hösk­uld­ur í sam­tali við mbl.is.

Ísak Snær minnkaði muninn í seinni hálfleik fyrir Breiðablik.
Ísak Snær minnkaði mun­inn í seinni hálfleik fyr­ir Breiðablik. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert