Stjarnan marki yfir í einvíginu

Emil Atlason í leiknum í kvöld.
Emil Atlason í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Stjarnan vann fyrri leik liðsins í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta gegn Paide Linnameeskond frá Eistlandi, 2:1 á heimavelli í dag.

Liðin mætast aftur í Eistlandi fimmtudaginn 1. ágúst.

Stjarnan var betra liðið í fyrri hálfleik og átti nokkur góð færi. Helgi Fróði Ingason átti fyrsta hættulega færi leiksins eftir aðeins fimm mínútur en það kom föst fyrirgjöf inn í teig og Helgi var vel staðsettur en fyrsta snertingin sveik hann og þeir hreinsuðu. 

Stjarnan fékk skell eftir aðeins 11 mínútur þegar Óli Valur Ómarsson fór meiddur af velli en hann bað um skiptingu stuttu eftir að hann komst í fínt skotfæri en varnarmaður kastaði sér fyrir skotið. Haukur Örn Brink kom inn á í hans stað. 

Á 24. mínútu kom svo Emil Atlason Stjörnunni yfir með skalla eftir hornspyrnu sem Helgi Fróði tók, spyrnan fór á nær og þar var Emil mættur og stangaði boltann fast niður í jörðina og inn, 1:0.

Róbert Frosti Þorkelsson átti svo flott skot á 25. mínútu, fast niðri með jörðinni en fór rétt framhjá en Stjarnan hélt árfam að sækja.

Á loka mínútu uppbótartímans var svo Emil nálægt því að skora annað skallamark, aftur eftir hornspyrnu. Helgi tók spyrnuna sem var skölluð út en Guðmundur Kristjánsson skallaði boltann á nær og Emil skallaði boltann á markið en hann var varinn og staðan 1:0 í hálfleik. 

Gestirnir jöfnuðu eftir aðeins 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik úr vítaspyrnu en markið skoraði Patrik Kristal.

Stjörnumenn vildu svo tvær vítaspyrnur á 60. og 67. mínútu en fengu ekki, það var brotið á Örvari Eggertssyni eftir hornspyrnu en Kjartan Már fékk spjald fyrir leikaraskap.

Patrik Kristal fékk svo hættuelgt færi fyrir gestina en hann skaut í þverslánna á 67. mínútu.

Emil Atlason skoraði svo annað mark Stjörnunnar á 73. mínútu  eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissynui, Emil tók boltann niður og sneri varnarmann af sér áður en hann sendi boltann í netið og Stjarnan 2:1 yfir.

Á 81. mínútu skoraði svo Hilmar Árni Halldórsson mark en það var dæmt af því Emil braut á varnarmanni, sem má deila um, en því lauk leiknum 2:1

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 0:1 Egnatia opna
90. mín. Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) fær gult spjald +3
Valur 0:0 St. Mirren opna
90. mín. Leik lokið Markalaust jafntefli niðurstaðan! Líkt og í síðustu umferð fer Valur því með jafna stöðu í síðari leikinn á útivelli.
Breiðablik 1:2 Drita opna
90. mín. Drita fær gult spjald Bekkurinn fær gult spjald.

Leiklýsing

Stjarnan 2:1 Paide opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert