Tveir uppaldir aftur í KR?

Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir að fagna sigurmarki Ástbjarnar gegn Breiðablik.
Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir að fagna sigurmarki Ástbjarnar gegn Breiðablik. mbl.is/Eyþór

KR í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur áhuga á að fá tvo uppalda leikmenn aftur til liðsins frá FH.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, staðfestir í samtali við Fótbolta.net í dag að KR ætli að ræða við Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem eru báðir leikmenn FH í Bestu deild en samningar þeirra beggja rennur út í haust.

Gyrðir kom til FH í janúar árið 2023 og hefur spilað 15 leiki með félaginu í Bestu deild í sumar og oftast komið inn á af bekknum. Hann kom inn á gegn ÍA á dögunum og skoraði jöfnunarmark FH.

Ástbjörn er byrjunarliðsleikmaður, hefur spilað 13 leiki og skorað tvö mörk í ár en þau komu í leikjum gegn Kópavogsliðunum HK og Breiðabliki en FH vann þá báða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert