Var ekki skráður í Evrópuleikinn

Kristófer Ingi Kristinsson í leik Breiðabliks og Tikvesh en þarna …
Kristófer Ingi Kristinsson í leik Breiðabliks og Tikvesh en þarna skoraði leikmaður gestanna sjálfsmark undir pressu frá honum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kristófer Ingi Kristinsson, sóknarmaður Breiðabliks, lék ekki með Breiðablik gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í kvöld.

Hann er á meðal áhorfenda á leiknum sem nú stendur yfir á Kópavogsvelli og samkvæmt heimildum mbl.is er það vegna þess að hann var ekki skráður til leiks.

Kristófer hefur verið drjúgur í sóknarleik Blika og skoraði m.a. í útileiknum  gegn Tikvesh í fyrstu umferðinni, og hann átti drjúgan þátt í markinu sem tryggði Blikunum sæti í annarri umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert