Víkingar náðu sér ekki á strik

Danijel Dejan Djuric sækir að marki Egnatia í leiknum í …
Danijel Dejan Djuric sækir að marki Egnatia í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Albanska liðið Egnatia reyndist of stór biti fyrir Víkingar þegar liðin áttust við í 2. umferð sambandsdeildar UEFA í Víkinni í kvöld – spiluðu af skynsemi, fjölmenntu aftur í vörnina og fjölmenntu líka í sóknir sínar sem Víkingum tókst þó að hemja að mestu leyti.   

Niðurstaðan varð því 1:0 sigur fyrir Egnatia en seinni leikur liðanna er í Albaníu eftir viku.

Strax á 5. mínútu fékk Víkingur fyrsta hornið sitt, spilaði úr því en upp úr því kom sending fyrir frá vinstri og rétt við hægra markteigshornið skallaði Peter Ekroth að marki en markmaður Egnatia varði fyrir miðju marki.

Albanir stóðu af sér fyrstu atlögurnar og hófu sinn sóknarleik.  Á 12. minútu átti Lorougnon hörkuskot sem Ingvar markmaður Víkinga náði að slá í horn og mínútu síðar átti Zamig skot af 25 metra færi, sem Ingvar sló yfir markið.

Þessar sóknir gestanna vöktu Víkinga – voru eflaust ekki sofnaðir neitt en sjá nú að þeir þurfa að hafa fyrir mörkum og sigri.

Albanir búnir að ná tökum á sínum leik og á 33. mínútu kom mark.  Þá höfðu Albanir farið heldur illa með Víkinga með frábærri sókn frá miðju.  Henni lauk svo með fyrirgjöf frá hægri, boltinn datt niður við hægri stöngina og nokkur þvaga en Albanir fyrstir á vettvang og Lorougnon Doukaouo ýtti boltanum yfir línuna.  Egnatia yfir, 0:1.

Víkingur hætti ekki, reyndi að byggja upp sóknir og gekk það ágætlega en flestar strönduðu á þéttri vörn gestanna.  Engu að síður átti Nikolaj Hansen ágætan skallabolta á 41. minútu eftir hornspyrnu en boltinn fór beint í markvörð Egnatiu.

Víkingar voru meira með boltann fyrstu mínúturnar eftir hlé enda mótherjarnir farnir að teygja lopann.  Á 66. mínútu sváfu Egnatiu menn aðeins á verðinum og Danijel Djuric fékk boltann vinstra megin, þrumaði á markið en markvörður Egnatia náði að slá boltann frá.

Á 72. mínútu fékk Erling Agnarsson boltann á hægri kanti, lék á varnarmann Egnatia og náði ágætu skoti en boltinn of nálægt markverði Egnatia.

Daninn Nikolaj gerði góða tilraun á 81. mínútu þegar hann fékk sendingu inn í vítateig en boltinn rétt framhjá stönginni.

Víkingar náðu ekki undirtökunum, nema ef væri á miðjunni því mótherjar þeirra voru snöggir í vörn og fjölmenntu svo það fundust hvergi glufur.  Voru síðan snöggir fram þar sem miðjumenn mættu líka, hraðir og nákvæmir í sendingum. 

Síðari leikurinn liðanna er næsta fimmtudag í Albaníu en óvíst er með leikvang.

Ef Vík­ing­ar slá út al­bönsku meist­ar­ana Egnatia í 2. um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar leika þeir gegn annað hvort Virt­us frá San Marínó eða Flora Tall­inn frá Eistlandi í 3. um­ferð og myndu byrja á heima­velli. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 0:0 St. Mirren opna
90. mín. Leik lokið Markalaust jafntefli niðurstaðan! Líkt og í síðustu umferð fer Valur því með jafna stöðu í síðari leikinn á útivelli.
Stjarnan 2:1 Paide opna
90. mín. Leik lokið Stjarnan vinnur 2:1 og liðin mætast aftur í Eistlandi eftir viku.
Breiðablik 1:2 Drita opna
90. mín. Drita fær gult spjald Bekkurinn fær gult spjald.

Leiklýsing

Víkingur R. 0:1 Egnatia opna loka
90. mín. +7 í viðbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert