Tæpt hjá Blikum gegn Fylki

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir í leiknum í …
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Varnarleikur var í fyrirrúmi þegar Fylkiskonur sóttu Blika heim í Kópavoginn þegar í kvöld í 14. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta. 

Vörn Blika stöðvaði flestar sóknir Fylkis þegar þær voru að myndast en vörn Fylkis lokaði sinni vörn rétt utan við vítateig sinn.  Einhver færi fengu þó liðin en Blikar notuðu eitt til að vinna 1:0 og það dugir til að taka efsta sæti deildarinnar á meðan Fylkir heldur níunda sætinu.

Breiðablik er með 39 stig eftir 14 leiki, eins og Valur, en er með betri markatölu. Fylkir er með 9 stig eins og Keflavík í fallsætum deildarinnar.

Árbæingar voru ákveðnari í byrjun á meðan Blikar sátu af sér lætin, reynslan eflaust kennt þeim að halda sjó en taka svo við stjórn leiksins. 

Á 8. mínútu gerðist einmitt það, úr fyrsta horni Blika barst boltinn til fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur á markteig, hún reyndi laust skot að marki og boltinn einhvern fór í gegnum þvögu og rann inn fyrir línuna, staðan  1:0.

Þó Fylkir ætti spretti fram völlinn voru Blikakonur komnar með undirtökin.  Sóknir þyngdust og mikið reynt en vörn Fylkis náði að hemja sóknirnar.

Síðan gerðist fátt markvert.  Fylkiskonum gekk illa að byggja upp sóknir því vörn Blika náði að loka fyrir fær.  Hinu megin náðu Blikakonur að halda boltanum og spila rétt utan við vörn Fylkis – reyndu svo að hnoða sér í gegn en það gekk afar illa. 

Rétt fyrir hlé kom smá líf, þá komust Fylkiskonur í sókn og fengu horn eftir misskilning í vörn Blika.  Úr horninu varð mikil þvaga í markteig Blikakvenna en þeim tókst um síðir að koma boltanum út úr teignum sínum.

Síðari hálfleikur hófst með góðri sókn Blika, Birta Georgsdóttir komst inn í markteig hægra megin og sendi boltann fyrir en þar var engin til að taka við.

Á 52. mínútu fékk Birta Georgsdóttir upplagt færi eftir að boltinn barst til hennar fyrir innan vörn Fylkis og á móts við hægra markteigshornið reyndi hún skot en Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis kom mjög vel út á móti og varði vel.

Þegar leið á seinni hálfleikinn var eins og Fylkiskonur ættu meira inni því eftir nokkrar sóknir átti Marija Radojicic, sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður, hörkuskot rétt framhjá stönginni eftir að hafa hirt boltann af varnarmanni Blika.  Góð tilraun.

Gæti verið að það hafi hrist Blikakonur til því þær tóku sig á, svo vel á að 79. mínútu komast Vigdís Lilja Kristjánsdóttir alein í gegnum vörn Fylkis og náði að skjóta í miðjum vítateig en Tinna Brá Magnúsdóttir var komin út á móti og varði í horn.

Blikar fengu svo síðasta færi leiksins þegar Katrín Tómasdóttir náði að leggja boltann fyrir sig rétt kominn inn í vitateiginn þegar tvær mínútur voru liðnar af 5 mínútna uppbótartíma og skotið var gott, stefndi í vinstra hornið en Tinna Brá sýndi mikla snerpu, skutlaði sér og varð. 

Í næstu umferð fær Fylki Stjörnuna í heimsókn í Árbæinn en Blikar bíður spennandi verkefni er þeir fara á Hlíðarenda til að mæta Val.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 0:0 Þróttur R. opna
90. mín. Leik lokið Liðin ná ekki að skora og skipta stigunum á milli sín. Þróttarar eflaust sáttari.

Leiklýsing

Breiðablik 1:0 Fylkir opna loka
90. mín. Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir) á skot sem er varið +4. Utan úr teig en beint á Telmu í markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert