Fátt um fína drætti í Fossvoginum

Víkingurinn Birta Birgisdóttir umkringd Þrótturum.
Víkingurinn Birta Birgisdóttir umkringd Þrótturum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Víkingur úr Reykjavík og Þróttur úr Reykjavík gerðu markalaust jafntefli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Víkingsvellinum í kvöld. 

Víkingur er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig en Þróttur er í sjöunda sæti með 14. 

Víkingar voru betri aðilinn í leiknum en Þróttarar náðu lítið að sækja upp vallarhelming Víkings. 

Selma Dögg Björgvinsdóttir fékk gott skallafæri á 60. mínútu eftir sendingu frá Emmu Steinsen Jónsdóttur en hún skallaði boltann yfir. 

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Linda Líf Boama fengu einnig mjög góð færi en Bergþóra skaut rétt fram hjá og Linda Líf rétt yfir. 

Kristrún Rut Antonsdóttir fékk besta færi Þróttara undir lok leiks en Erna Guðrún Magnúsdóttir stökk fyrir boltann og bjargaði marki. 

Víkingsliðið fær FH í heimsókn í næsta leik sínum en Þróttur fær Keflavík í heimsókn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Breiðablik 1:0 Fylkir opna
90. mín. Leik lokið +5.

Leiklýsing

Víkingur R. 0:0 Þróttur R. opna loka
90. mín. Víkingur R. fær hornspyrnu +4
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert