Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði enn einum áfanganum á ferlinum á miðvikudagskvöldið þegar hún skoraði tvívegis í sigri Vals á Tindastóli, 4:1, í 14. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Seinna markið var hennar 140. mark í efstu deild og hún er aðeins sjöunda konan frá upphafi sem nær þeim markafjölda.
Berglind hefur skorað 105 markanna fyrir Breiðablik og er næstmarkahæst í sögu Kópavogsfélagsins, á eftir Ástu B. Gunnlaugsdóttur. Hún hefur skorað 16 fyrir ÍBV, 16 fyrir Fylki og nú þrjú mörk fyrir Val.
Þessar sjö konur hafa náð 140 mörkum:
269 Olga Færseth
207 Margrét Lára Viðarsdóttir
181 Harpa Þorsteinsdóttir
154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir
154 Helena Ólafsdóttir
148 Hrefna Jóhannesdóttir
140 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, skorar ekki á hverjum degi en hún gerði sigurmarkið gegn Fylki, 1:0. Þetta var hennar fyrsta mark í deildinni frá 2021 og aðeins annað markið frá 2012. Ásta skoraði fimm af sjö mörkum sínum í efstu deild árin 2010 til 2012.
Hulda Ósk Jónsdóttir varð fimmta konan til að spila 150 leiki fyrir Þór/KA í efstu deild þegar liðið vann Keflavík 1:0. Hún skoraði einmitt sigurmarkið með glæsilegu skoti. Hinar fjórar eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (197) Sandra María Jessen (167), Lára Einarsdóttir (156) og Karen Nóadóttir (151).
Selma Sól Sigurjónsdóttir úr FH skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, í 11. leiknum, þegar Stjarnan lagði FH 2:1 í Kaplakrika.
Úrslitin í 14. umferð:
FH - Stjarnan 1:2
Tindastóll - Valur 1:4
Keflavík - Þór/KA 0:1
Víkingur R. - Þróttur 0:0
Breiðablik - Fylkir 1:0
Markahæstar:
15 Sandra María Jessen, Þór/KA
7 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
7 Amanda Andradóttir, Val
7 Jasmín Erla Ingadóttir, Val
7 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðabliki
7 Jordyn Rhodes, Tindastóli
6 Ísabella Sara Tryggvadóttir, Val
6 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
5 Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Víkingi
5 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
5 Kristrún Rut Antonsdóttir, Þrótti
4 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
4 Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylki
4 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Val
4 Snædís María Jörundsdóttir, FH
Næstu leikir:
30.7. Tindastóll - Þór/KA
30.7. Þróttur R. - Keflavík
30.7. Fylkir - Stjarnan
31.7. Víkingur R. - FH
31.7. Valur - Breiðablik