14. umferð: Berglind sjöunda - Hulda fimmta

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin með þrjú mörk fyrir Val …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin með þrjú mörk fyrir Val og 140 mörk í efstu deild. Ljósmynd/Valur

Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði enn einum áfanganum á ferlinum á miðvikudagskvöldið þegar hún skoraði tvívegis í sigri Vals á Tindastóli, 4:1, í 14. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Seinna markið var hennar 140. mark í efstu deild og hún er aðeins sjöunda konan frá upphafi sem nær þeim markafjölda. 

Berglind hefur skorað 105 markanna fyrir Breiðablik og er næstmarkahæst í sögu Kópavogsfélagsins, á eftir Ástu B. Gunnlaugsdóttur. Hún hefur skorað 16 fyrir ÍBV, 16 fyrir Fylki og nú þrjú mörk fyrir Val.

Þessar sjö konur hafa náð 140 mörkum:

269 Olga Færseth
207 Margrét Lára Viðarsdóttir
181 Harpa Þorsteinsdóttir
154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir
154 Helena Ólafsdóttir
148 Hrefna Jóhannesdóttir
140 Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Ásta Eir Árnadóttir skorar ekki í hverjum leik.
Ásta Eir Árnadóttir skorar ekki í hverjum leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, skorar ekki á hverjum degi en hún gerði sigurmarkið gegn Fylki, 1:0. Þetta var hennar fyrsta mark í deildinni frá 2021 og aðeins annað markið frá 2012. Ásta skoraði fimm af sjö mörkum sínum í efstu deild árin 2010 til 2012.

Hulda Ósk Jónsdóttir varð fimmta konan til að spila 150 leiki fyrir Þór/KA í efstu deild þegar liðið vann Keflavík 1:0. Hún skoraði einmitt sigurmarkið með glæsilegu skoti. Hinar fjórar eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (197) Sandra María Jessen (167), Lára Einarsdóttir (156) og Karen Nóadóttir (151).

Hulda Ósk Jónsdóttir - 150 leikir fyrir Þór/KA í deildinni.
Hulda Ósk Jónsdóttir - 150 leikir fyrir Þór/KA í deildinni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Selma Sól Sigurjónsdóttir úr FH skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, í 11. leiknum, þegar Stjarnan lagði FH 2:1 í Kaplakrika.

Úrslit­in í 14. um­ferð:
FH - Stjarn­an 1:2
Tinda­stóll - Val­ur 1:4
Kefla­vík - Þór/​KA 0:1
Vík­ing­ur R. - Þrótt­ur 0:0
Breiðablik - Fylk­ir 1:0

Marka­hæst­ar:
15 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val

7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki

7 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val

6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Ragn­heiður Þór­unn Jóns­dótt­ir, Val
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH

Næstu leik­ir:
30.7. Tindastóll - Þór/KA
30.7. Þróttur R. - Keflavík
30.7. Fylkir - Stjarnan
31.7. Víkingur R. - FH
31.7. Valur - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka