Stórleikur Óskars í Noregi

Óskar Borgþórsson í leik með Fylki síðasta sumar.
Óskar Borgþórsson í leik með Fylki síðasta sumar. mbl.is/Hákon Pálsson

Óskar Borgþórsson lagði upp tvö mörk í heimasigri Sogndal á Start, 4:0, í norsku B-deildinni í fótbolta í dag. 

Óskar lagði upp fyrsta og þriðja mark liðsins en Sogndal er í baráttunni um að komast upp í norsku úrvalsdeildina. 

Liðið er í fimmta sæti með 26 stig en efstu tvö liðin fara beint upp og liðin í þriðja til sjötta sæti berjast um eina lausa sætið. 

Jafntefli og tap 

Róbert Orri Þorkelsson lék þá allan leikinn í jafntefli Kongsvinger gegn Levanger í dag, 3:3. 

Kongsvinger er í sjötta sæti með 26 stig, jafnmörg og Sogndal en verri markatölu. 

Davíð Snær Jóhannsson lagði upp fyrra mark Aalesund í tapi liðsins fyrir Egersund, 3:2. 

Aalesund er í vondum málum í norsku B-deildinni með níu stig í neðsta sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert