Til ÍA á láni frá Lille

Haukur Andri Haraldsson í leik með ÍA á síðasta tímabili.
Haukur Andri Haraldsson í leik með ÍA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haukur Andri Haraldsson kemur til ÍA í bestu deild karla í fótbolta á láni frá franska félaginu, Lille.

ÍA tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag en Haukur er uppalin hjá félaginu og kemur á láni til liðsins til 2025 en framlengdi samning sinn við Lille um ár.

Haukur hefur spilað 34 meistaraflokksleiki með ÍA og skorað í þeim fjögur mörk og hefur spilað upp yngri landslið Íslands.

ÍA er í fimmta sæti í deildinni með 24 stig eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert